Ert þú ósáttur með heiminn? Vilt þú MÓTMÆLA? Ef svo er þá gefst þér séns til að gera það með öðrum sem eru heldur ekki sáttir með heiminn. 1 desember verður haldin kröfuganga og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem útifundur mun vera. Sjálfur íslands-meistari í mótmælagöngum Helgi Hóseasson stendur fyrir þessari göngu.
Það er sama hvað þú vilt mótmæla, lélegu veðri, lélegum kennurum, heimskum foreldrum… þú getur komið öllu því á framfæri sem þú vilt. Ekkert er of heimskulegt, það sem þér finnst er rétt (fyrir þig)!
Fyrsta ganga af þessu tagi var haldin 1999 og gekk undir nafninu “medganga”. Það mættu að vísu aðeins 15 manns. En næsta ganga fékk nafnið “Afturganga” en þá mættu uþb. 65 manns og er það 433% fjölgun á mótmælendum.
“Afturganga 2001” verður laugardaginn 1. desember, kl 15.00
Ef þið viljið vita meira um “afgönguna”, kíkið þá á : http://this.is/gangan/
–Krizzi—-
Ps. Ef þið hafið spurningar um þessa göngu, ekki spyrja mig þá! Ég sé ekki um þessa göngu, mér finnst þetta bara snilldar hugmynd!
N/A