nýlega rakst ég á grein eftir Eirík Hjálmarsson á visi.is og þar sem ég gat ekki svarað honum þar (kann ekki nenni ekki að skrá mig þar) svara ég honum bara hér

svona leit þetta HÁLFPARTINN út (þeir sem vilja lesa þetta í heild sinni geta farið á http://www.visir.is/ifx/?MIval=stmal_brennid)

Grunnskólar í gíslingu
Tveir grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu virðast vera í gíslingu pörupilta. Það sem skólarnir eiga sammerkt er að þeir eru báðir safnskólar fyrir unglinga úr mörgum barnaskólum og báðir lúta þeir stjórn sem virðist ekki hafa burði til að taka á vandanum.

Síðustu daga höfum við fengið fréttir af líkamsárásum og skemmdarverkum hópa stráka í Hagaskóla í Reykjavík og Garðaskóla í Garðabæ. Því miður hefur fréttaflutningur, sérstaklega Morgunblaðsins, einkum beinst að skemmdarverkunum, en svo hvimleið og óviðfelldin sem þau eru nú, þá eru árásir þessara gengja á fólk miklu alvarlegri en nokkurt eignatjón.

Hagaskóli
Í Hagskóla ganga unglingar úr öllum Vesturbæ Reykjavíkur. Krökkum sem voru í Vesturbæjarskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Landakotsskóla á fyrstu árum skólagöngunnar er öllum safnað saman í einn skóla og þar eru 10. bekkir nú sjö talsins.

Það þarf því ekki að undra að eitthvað gangi á og með reglulegu millibili hafa skotið upp kollinum mál þar sem smærri og stærri hópar nemenda taka sig saman um óknytti og á tíðum hreina glæpi. Agi virðist hreinlega ekki fyrir hendi og sögusagnir eru um fíkniefnaneyslu í frímínútum þar sem elstu nemendurnir eru að gera sig breiða með því að ögra kerfinu.

Svör skólayfirvaldanna við glæpunum einkennast ekki af ábyrgð. Það sem hefur verið einkennandi, að mínu mati, fyrir viðbrögðin er tvennt: Annars vegar að það komi skólanum ekki við þegar nemendagengi lemur fólk í strætóskýli rétt utan skólalóðarinnar eða rétt eftir skólatíma. Það geti ekki verið vandamál skólans. Það er hinsvegar deginum ljósara að sú ógn sem vegfarendum getur stafað af þessum gengjum utan skólalóðar og utan skólatíma, blasir við öllum nemendum skólans á skólatíma. Hitt einkennandi atriðið fyrir viðbrögð stjórnenda Hagaskóla er að settar eru upp öryggismyndavélar í skólanum í stað þess að eyða þeim peningum sem í vélarnar voru settir í að fyrirbyggja að gengin spretti upp.

Nýjasta dæmið um ofbeldi Hagaskólagengisins er aðsúgur sem það gerði að tveimur hljóðfæraleikurum Sinfóníunnar, sem voru á leið til vinnu. Margt er óljóst um þessa atburði, en þó er ljóst að gengið átti upptökin. Nú er komið á daginn að móðir eins piltsins í glæpagenginu hefur lagt fram kæru á hendur öðru fórnarlambi árásarinnar því hann braut nefið á syninum í átökunum. Kann fólk ekki að skammast sín?

Það má vel vera að tónlistarmaðurinn hafi sýnt af sér vanstillingu, en hver er fær um að segja til um viðbrögð sín við árás gengis unglingspilta? Það má kannski segja Hagaskóla til afsökunar að þegar foreldrar hafa ekki rænu á sjá alvöru málsins og bregðast við glæpsamlegu athæfi barna sinna með því að kæra fórnarlambið, þá geti skólinn lítið gert.

Það vill svo til að sjálfur varð ég fyrir tilefnislausri árás tveggja unglingspilta í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Ég hafði annan þeirra undir og hótaði honum meiðslum ef félaginn héldi sig ekki í burtu. Aðvífandi leigubílstjóri kallaði svo til lögregluna sem kom drengjunum, sem báðir voru undir lögaldri, heim til sín. Málið fór náttúrulega í venjulegan kerfisfarveg þannig að ég fékk heimilisföng piltanna hjá lögreglunni og hafði samband við foreldrana og bauð þeim í kaffi með sonum sínum. Önnur móðirin mætti, beggja blands um það hvort hún ætti að trúa mér eða syni sínum um tildrög átakanna. Ég veit ekki hvað tók við á milli þeirra mæðginanna eftir þennan fund, en þó ég sé viss um að það hafi eitthvað séð á syni hennar eftir átökin við mig, held ég henni hafi ekki dottið í hug að kæra mig. Skárra væri það nú!


og hér kemur svo svar mitt (ég biðst velvirðingar á þessu orðalagi mínu, mér er HEITT í HAMSI)

HVERSKONAR HÁLFVITI ERT ÞÚ EIGINLEGA??

þú veist ekki NEITT um þetta mál svo þú getur bara troðið komandi pistlum þínum um svona málefni uppí *þar sem sólin skín ekki*

þetta byrjaði alltsaman þannig að gaurar voru að kasta snjóboltum í bíl (hvaða unglingur hefur EKKI gert það)
og þetta hafði víst gengið þannig í nokkurn tíma þegar þessi grey köstuðú í bíl hjá snargeðveikum könum sem störfuðu við SHÍ (giskið á hvað það stendur fyrir) og þeir gengu út alveg BRJÁLAÐIR og fóru að ríast og skammast útí strákana, og svo þegar ALLIR eru orðnir nokkuð reiðir, þá ýtir SEXTÁN ÁRA UNGLINGUR þessum 20-30 ára manni.. og hvað gerir maðurinn?? HANN NEFBRÝTUR HANN MEÐ EINU HÖGGI, ýmindið ykkur það…… og auðvitað verður allt BRJÁLAÐ í næstu andrá (nema hvað?) og þessir kanar hlaupa inní háskólabíó, og allir krakkarnir elta.

þar bíða hinsvegar kananir með slökkviliðstæki og kústskaft að vopni, og sveifla þeim hægri vinstri í þeirri von að hitta krakkana
og svo í mogganum er KRÖKKUNUM KENNT UM AÐ HAFA EYÐILAGGT HREINlÆTISTÆKI, (mér fannst þetta samt dáldið fyndið)
og kananir hóta að stynga augun úr þeim með lyklum og svona… og svo er bílnum þeirra rústað (Nef fyrir bíl er bara nokkuð sanngjarnt)

og svo er þetta komið í blöðin… og ALLTSAMAN nglingunum að kenna… fyrir að hafa kasta EINUM snjóbolta í EINN bíl!!!!

svo Eiríkur Vilhjálmsson, næst þegar þú lest eitthvað á netinu, EKI GEFA ÞÍNA SKOÐUN Á ÞVÍ, það vill hana enignn meðan hún er svona uppfull af lygum og lygastaðreyndum! (eignilega voru engar staðreyndir í þessu hjá þér)

Með ósk um að þið segið ekki frá stafsetningarvillunum mínum
takk takk