Ég ætla að reyna að hafa þessa grein eins stutta og hlutlausa og kostur er. Mig langar að ná fram gáfulegum umræðum sem eiga að vera málefnalegar umfram allt.
Samkvæmt visir.is:
“Ná málamiðlun um Írak
Rússnesk og bandarísk stjórnvöld hafa komið sér saman um að endurnýja áætlun Sameinuðu þjóðanna um aðstoð við Írak, sem felst í því að Írakar geti selt takmarkað magn af olíu gegn því að andvirðið sé notað til að kaupa lyf og aðrar nauðsynjar. Vonast er til að þetta samkomulag geti leitt af sér allsherjar endurskoðun á refsiaðgerðum SÞ á hendur Írak.”
Ef við gefum okkur það að Al Quaida (arabískan að bregðast mér?)standi á bak við hryðjuverkin í BNA þann 11. sept. og í ljósi þess að eitt af markmiðum þeirra samtaka er að varpa “kúgun” bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Þetta felur í sér “frelsun” Írak frá viðskiptabönnum og öðrum óþverra (sem að mínu mati styrkir bara sitjandi ríkisstjórn).
Hvað finnst ykkur? Hafa hryðjuverkaárásirnar vakið Bandaríkjamenn til umhugsunar?
Kveðja
Drengu