Ég hata heimskt fólk. Þá er ég ekki að segja að ég sé e-ð alvitur, langt frá því, en það fer skelfilega í taugarnar á mér þegar fólk er að fullyrða e-ð sem er rangt og vilja ekki viðurkenna það sem er rétt. Ég ætti líklega frekar að segja ,,ég hata fólk með fordóma”, eins og t.d. eru stelpur í bekknum mínum sem flokka fólk í hópa; fína fólkið og nördana. Þær líta niður á nördana en vilja vera eins og “fína fólkið”. Undir “nördar” falla t.d. feitt fólk, skátar, fólki sem finnst skemmtilegra að lesa en fara út á djammið og fólk sem hefur áhugamál sem ekki falla inn í tískutímarit. Svona virka þær a.m.k. á mig og aðra. Þær eru samúðarfullar við “venjulega fólkið” og reyna að líta ekki niður á það. Kannist þið við svona týpur? Ég þoli þær ekki!
Hver hefur fyrirlestur um Díönu prinsessu og heldur að hún verði minnst fyrir hve falleg hún var og afþví hún var gift Karli bretaprins! Og vita næstum ekkert um starf hennar gegn jarðsprengjum og ýmis önnur líknarmál. Hver heldur því fram að það að fara í ljósabekki sé fullkomlega óhætt! Bara heimska, eða það finnst mér!
Ég hlustaði á eina bekkjarsystur mína reyna að fræðast um skátana, spurningar hennar báru þess vott að hún leit niður til þeirra og vissi ekkert um alla þá hjálp sem hjálparsveit skáta og slysavarnafélagið hafa veitt ferðalöngum og fiskimönnum, t.d. þegar hún heyrði að þeir yrðu ekki að halda sér í líkamlega góðu formi til að vera í skátunum eða slysó (Common, þetta er ekki herinn!) þá fór hún að spurja hvort allir björgunarsveitarmenn væru feitir kallar sem gæfust upp á leit eftir 10 mín og væru þá týndir sjálfir, fyndið og allt í lagi að segja slíkt ef tekið er við leiðréttingu sem var ekki gert. Við voru líka að tala um ljósabekki; hve margir fara í ljós EKKI uppá brúnkuna? Ég fer ekki í ljós sjálf því ég er með mjög seinbrúnkandi húð en ég hef prufað nokkrum sinnum og mér finnst ég fá alveg jafnmikla hvíld útúr gufubaði eða heitum pott… OG það er ekki eins hættulegt uppá krabbamein. Þessi stúlka hélt því fram að brúnkan skipti engu þegar ég og strákur í bekknum héldum því fram að þetta gengi bara útá hégóma en í næstu setningu hélt hún því fram að ÖLLUM findist brúnka flott. Persónulega finnst mér náttúruleg brúnka flott en of brúnar, næstum appelsínugular, hrukkóttar og of meikaðar (til að reyna að fela hrukkurnar) konur rétt yfir þrítugu (=ungar) er bara hryllingur að sjá, það er sorglegt að sjá slíka afmyndun á náttúrulegri fegurð.. sem getur verið mikil og það án hjálp ljósabekkja og snyrtivara.
Saga sem dæmi um svona persónur sem halda að þær viti allt um alla og flokka fólk í flokka: Sögukennarinn spurði yfir bekkinn; er einhver trúlofaður hér (í sambandi við hvað okkur fannst um sambönd) og þessar stelpur svöruðu strax “Nei, enginn”… þær gáfu engum færi á að svara, reyndar var ég þá trúlofuð og hafði verið í nokkra mánuði og rétti upp hendi og þær gáfu mér svip eins og ég hefði móðgað þær og/eða ætti ekki rétt á að vera trúlofuð… þær hefðu örugglega sett upp sama svip ef ég hefði sagt að ég væri með strák yfir höfuð. Ég er í “nörda” hópnum og fer sjaldan í bekkjarpartý, yfirleitt afþví ég er að vinna eða í partýi með mínum eigin vinum. Ekki það að mér líki illa við bekkinn minn (það er bara ein manneskja í honum sem mér er illa við, restin er fín). Afþví að “þær” höfðu aldrei séð mig í skólanum með strák eða útá djamminu með honum þá var eins og þær byggust alls ekki við að ég væri trúlofuð (samt vissi amk. ein í bekknum að ég væri það, en ekki ein af “þeim”)
Svo finnst mér líka leiðinlegt að hlusta á fólk tala um vandamál eins og flóttamenn, hungur og umhverfiseyðingu og gera lítið úr þeim og sumir(/ar) segja hreinlega beint út að þeim komi það ekki við.. nema það sé í tísku.
Og að tala illa um kennara afþví það er í tísku; einn a góðu kennurunum skólans er oft umræðu efni þessarra stúlkna afþví þeim finnst hann asni en það sem þær gera sér ekki grein fyrir er að þessi kennari er sá sem hefur hjálpað alveg HELLING af krökkum í gegnum allskyns vitleysu og svo er hann mjög aktívur í að gera aðstöðu nemenda betir við skólan, hinsvegar dýrka þær annan kennara sem er ekkert nema hræsnin ein (hann sko), hann favourar þá nemendur sem hann veit “allt” um en hina sem hann þekkir ekki einhver úr fjölskylduhans fyrir er honum alveg sama um; they dont exist.
Svona persónur gera hluti afþví þeir eru í tísku… stundum afþví þeim líður betur eftir það en þá bara afþví þá líta þær vel út eftir það. Svona manneskjur væla afþví þær eru svangar því þær “máttu ekki” fá sér meiri hádegismat en eitt hrökkbrauð af því þær eru í megrun en það er valla hægt að mæla fitu á þeim. Svona manneskjur heilsa þeim sem þær HALDA að séu útundan með “samúðar Hæ-i” á göngum skólans. Svona manneskjur halda að þær viti allt um alla og verða svo hissa á að einhver geti lifað lífi utan skóla og djamms.
Hver er ykkar skoðun á svona persónum… eruð þið kannski svona persónur og finnst allt í lagi að vera það?