Halló öll
Nokkuð athyglisverð umræða.
Hérna kem ég með smá innlegg í það af hverju BNA eru hryðjuverkamenn.
Þeir ráðast á lönd án þess að SÞ samþykki það (þeir réðust inn í Kóreu áður en SÞ samþykktu það, réttara sagt, 1-2 dögum áður en þeir fengu leyfi til þess, réðust inn í Nikaragúa, inn í Súdan, og allt þetta án leyfis eins né neins), þeir hafa notað önnur lönd til að tryggja sína eigin hagsmuni (notuðu meðal annars Osama Bin Laden gegn sovétmönnum í kalda stríðinu, notuðu kúbanska glæpóna til að ráðast inn í Kúbu, svínaflóastríðið etc etc), þeir hafa stutt við Ísraelsmenn harðri hendi gegn palestínumönnum jafnvel þótt SÞ hafi óskað eftir því að Ísraelsmenn fari eftir upprunalega sáttmálanum um skiptingu Palestínu og það má ábyggilega nefna margt fleira í sambandi við þá.
Af hverju gera þeir þetta gæti margur spurt, jú þeir fela sig á bakvið manngæsku og lýðræðishugsjónir en á meðan þessu öllu stóð voru þeir að styðja einræðisherra í Suður-Ameríku og Asíu (þeir voru jú einn helsti bandamaður Husseins á timabili). Þannig að hvað er eftir? Efnahagslegar ástæður, það er ástæðan fyrir afskiptum þeirra út um hvippinn og hvappinn, sama ástæða og Bretar og Frakkar skiptu upp Ottóman veldinu eins og það er skipt upp í dag (allt í klessu þar), vegna auðs og aðgang að þeim auði.
Þeir þurfa að hafa fólk í stjórn landanna sem er tilbúið að stunda viðskipti við þá (og þarmeð okkur líka, við felum okkur á bakvið BNA og látum þá um að vera vondu lögguna, þetta er svona dæmigert good cop bad cop dæmi því við græðum á þessu líka og þessvegna segjum við ekki neitt, við verandi vestur-evrópa og önnur þau ríki sem eru í sama neysluflokki og BNA).
Þetta er ástæðan fyrir því að enginn treystir BNA lengur, sagan dæmir þá og það mjög harkalega, þeir fóru mjög asnalega að ráðum sínum á tímabili og það meira segja kom smá léttir yfir mig þegar Bush var kosinn (hann nefnilega lofaði minni afskipti erlendis og einnig er þekkt að repúblikanar styðja Ísrael ekki nærri eins mikið og demókratar, en hann brást í því meira að segja).
En umfram allt, ekki álíta sem svo að ég telji BNA eitthvað verri ríki heldur en eitthvað annað stórt ríki (smáríki hafa ekkert að segja, þannig að þau geta ekki verið vond við neina aðra en þegna sína) ég er mjög reiður út í þá fyrir að vera svona tvöfaldir í roðinu. En ég er einnig mjög reiður út í hryðjuverkamenn eins og Laden, Baskana, Hamas samtökin og fleiri. Reyndar er ég mjög leiður yfir öllu stríðsbrölti og finnst það hlægilegt þegar við tölum um að gera eitthvað í þessu og höldum svo áfram að framleiða vopn og selja til þeirra aðila sem stunda þetta stríðsbrölt.
Held að SÞ ættu að fara að rót vandans og banna framleiðslu á öllum vopnum sem notuð eru í stríði (herflugvélar, herþyrlur, skriðdreka, missiles etc etc).
Jæja, best að láta þetta gott heita í dag.
Vinsamlegast ekki bregðast við þessu áliti mínu með neinum ofsa, þetta er bara álit byggt á hlutum sem ég heyri/les frá hinum og þessum aðilum (flest allt saman gagnrýnar raddir á BNA, vegna þess að það er mest gaman að lesa það þannig að ég er svoldið bias´d í þessum málum en mér finnast þessar raddir hafa sitthvað til málsins að leggja).
Kveða að sinni.