Ég var að enda við að lesa nokkrar fréttir af cnn.com (mánudagur 26). Þar kemur fram það venjulega frá Bush; “The nation has to remain vigilant and …… Þar gengur hann líka aðeins lengra og biður Saddam að leyfa UN vopnaleitarhópum að starfa aftur innan Írak.
það sem fer samt mest í taugarnar á mér er þegar Bush segir eftirfarandi: ”If they fund a terrorist, they're a terrorist. If they house terrorists, they're terrorists. I mean, I can't make it any more clear… to other nations around the world. If they develop weapons of mass destruction that will be used to terrorize nations, they will be held accountable.“ (cnn.com)
Bush hefur látið svona setningar fara frá sér áður og margir fleiri stjórnmálamenn innan Bandaríkjanna. Það sem fer kannski helst í taugarnar á mér er að þegar og þá ef Bandaríkjamenn fara að velja úr þjóðirnar sem þeir telja að hryðjuverkamenn fyrirfinnist hvað gera þeir þá? Biðja þeir leiðtoga þjóðarinnar fallega um að afhenda ”hryðjuverkamanninn. Hvað ef leiðtogar þeirrar þjóðar biðja um sannanir? Hvað ef Bandaríkjamenn ráða svo ekki yfir þessum sönnunum, ætlast þeir þá til þess að allar þjóðir heims hvar sem er í heiminum muni láta af hendi landa sína þegar Bandaríkjamönnum hentar?
Mega þá Bandaríkjamenn ráðast á þjóðina þegar þeir neita að láta af hendi meintan hryðjuverkamann án sannana?
Hvað finnst ykkur?