Ég hef fylgst töluvert með heftingu og árásum á frelsi einstaklingsins undanfarið, og
á stundum átt nóg með að setja mig inn í nýjar og nýjar hugmyndir, reglugerðir og lög sem
forræðishyggjubrjálæðingar hérna á fróni setja. Aðalega hefur þó farið fyrir brjóstið á mér
þróun og komandi þróun á hlutunum í bandaríkjunum. Nýjasta fréttin sem ég las var þó frá
UK, þar ætla þeir sko aldeilis að koma hlutunum í lag hjá sér með því að skrásetja
prakkarastrik og geta þannig spottað stórglæpamenn framm í tímann.

“THE police are to set up a secret database of children as young as three who they fear might grow up to become criminals.
Children involved in cheekiness, minor vandalism and causing nuisances, will be targeted under the scheme.”
- þetta finnst þeim ótrúlega sniðugt.

Vel getur verið að stjórnkerfi, samfélög og fólki í dag, sé treystandi fyrir öllum eftirlits og stórabróðurs lögum sem eru við lýði, en hvað verður í framtíðinni? til dæmis ef eithvað
á heimsmyndar-breytingar-skala á við 11.sept árásina, kemur upp? Með þessu áframhaldi er
ekki langt í að “óvinurinn” verði nærtækari en einhverjir ofstækismenn í arabalöndunum.



bj