Þetta ákvað ég að birta sem hluti af öðrum stærri pósti sem ég skrifaði nýlega.
1: Harry S. Truman.
Forsetinn sem varpaði kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki og var varaforseti og forseti á meðan verið var að eldsprengja tugi
annarra borga í Japan. Þurfti stjórnin að varpa kjarnorkusprengjum á Nagasaki og Hiroshima? Hérna koma orð Hanson Baldwin sem var
hernaðargreinir New York Times stuttu eftir stríðið:
The enemy, in a military sense, was in a hopeless strategic position by the
time the Potsdam demand for unconditional surrender was made on July 26.
Such then was the situation when we wiped out Hiroshima and Nagasaki.
Need we have done it? No one can, of course, be positive, but the answer is
almost certainly negative.
Hernaðarráðuneytið setti upp nefnd árið 1944 sem kallaðist The United States Strategic Bombing Survey. Þessi nefnd átti að rannsaka
afleiðingar loftárása í stríðinu og tók viðtöl við hundruði japanska borgara og hernaðar leiðtoga eftir að stríðinu lauk. Í skýrslu þeirra eftir
stríðið kom þessi niðurstaða fram:
Based on a detailed investigation of all the facts and supported by the testimony
of the surviving Japanes leaders involved, it is the Surveys opinion that certainly
prior to 31 December 1945, and in all probability prior to 1 November 1945, Japan
would have surrendered even if the atomic bombs had not been dropped, even if
Russia had not entered the war, and even if no invasion had been planned or
contemplated.
Bandaríkjamenn voru búnnir að brjóta leynikóða Japana og voru að lesa leyniskilaboð þeirra. Bandaríkjamenn vissu að japanska stjórnin
var búinn að skipa sendiráðsfulltrúa þeirra í Moskvu að hefja friðarviðræður við Bandamenn. Japanskir leiðtogar voru jafnvel byrjaðir að
tala um uppgjöf ári fyrr og keisarinn sjálfur stakk upp á því í Júní 1945 að það ætti að hugleiða aðra valkosti en að berjast til leiðarloka.
Sagnfræðingurinn Martin Sherwin skrifaði:
Having broken the Japanese code before the war, American Intelligence was able to -
and did - relay this message to the President, but it had no effect whatever on efforts
to bring the war to a conclusion.
Sagnfræðingurinn Howard Zinn skrifaði:
If only the Americans had not insisted on unconditional surrender - that is, if they were
willing to accept one condition to the surrender, that the emperor, a holy figure to the
Japanese, remain in place - the Japanese would have agreed to stop the war.
Að varpa sprengjum á Hiroshima og Nagasaki var óþarfi ef þú horfir á sögunna einungis í ljósi Seinni heimstyrjaldarinnar og þörfina til að
ljúka henni endanlega. Hinsvegar þá ferðu að sjá aðra mynd ef þú skoðar þennan atburð sögunnar í ljósi upphaf kalda stríðsins og þeirri
staðreynd að 8. Ágúst þá áttu Sovétmenn að lýsa yfir stríði gegn Japan og hefja innrás samkvæmt leynilegum áætlunum 90 dögum eftir
að stríðinu lyki í Evrópu.
Sagnfræðingurinn Gar Alperovitz fann eftirfarandi setningu í dagbók í eigu James Forrestal sem var ráðherra fyrir sjóherinn. þar er James
að skrifa um James F. Byrnes þáverandi utanríkissráðherra. Setningin er dagsett 28. Júlí 1945.
… most anxious to get the Japanese affair over with before the Russians got in.
Það skrifaði líka einhver hér að ofan að Truman hafi verið á móti því að varpa sprengjunum. Þetta hef ég aldrei lesið og þó svo að hann eða
einhver annar hafi skrifað það þá efast ég um það. Af hverju varpaði hann þá sprengjunum vitandi það að hægt var að tryggja uppgjöf Japan
ef þeir tryggðu setu Hirohito sem keisara eftir stríðið. Það hefur líka komið í ljós að margir af helstu hershöfðingjum Bandaríkjanna töldu það
óþarfi að varpa sprengjunum, þar á meðal Eiseinhower að eigin sögn.
Eftir stríðið þá hóf Truman stjórnin að sýna Sovétríkin ekki einungis sem efnahagslegan og hernaðarlegan samkeppnisaðila heldur sem
yfirvofandi hættu. Sú hugmyndafræði tók að myndast smám saman að Bandaríkin yrðu að tryggja lýðræði í heiminum til að berjast gegn
hættulegum heimspeki- og stjórnkerfum eins og Kommúnisma og Anarkisma og uppræta það eins og Fasisma hafði verið “upprætt” í Seinni
Heimsstyrjöldinni.
Þetta var hinsvegar hugmyndafræði sem átti sér forvera í fortíð Bandaríkjanna. Eins og Kapítalismi hafði tekið stighækkandi skref frá
svæðisbundnum frjálsmarkaðskerfum til fylkisbundinna frjálsmarkaðskerfum til landsbundinna frjálsmarkaðskerfum til heimshluta-frjáls
markaðskerfum og loks til frjálsmarkarðskerfi til að ráða yfir heiminum þá hafði hugmyndafræðin þróast í takt.
Í upphafi Bandaríkjanna og fyrir upphaf bandaríkjanna var hugmyndafræðin “Manifest destiny.” Guðlegur tilgangur til að réttlæta fjöldamorð
og stuld á landi Indíána. Monroe áætlunin haldið fram á James Monroe árið 1823 til að réttlæta hernaðarlega íhlutun og stjórn á Mið-Ameríku
og Suður-Ameríku löndum. Opin hurð eða “Open door policy” í Asíu til að réttlæta hernaðaríhlutun og hótun og svo framvegis.