Kannski, en ef víð lítum á aðrar þjóðir þá er sagan önnur. Fyrir norðan Bandaríkin er Kanada, miðað við höfðatölu þá eru Kanadamenn með fleiri byssur en Bandaríkjamenn, samt deyja bara eitthvað 100 manns á hverju ári hjá þeim. Í Sviss er byssa í hverju húsi, en hvað liggja margir dauðir eftir þær? Hvernig stendur á þessum mun? Þó að ég vil endilega heyra frá ykkur, þá er með mína eigin kenningu. Það er það að þetta hlýtur að hafa eitthvað að gera með þessa 3 hluti:
Bandarísk fréttamennska
Bandarískt hugafar
Bandarísk byssulög
Fyrir ykkur sem eiga Digital Ísland, eða eitthvað annað og fáið CNN eða FOX News, þá er greinilegt að sjá að aðferð fréttamanna fyrir vestan hefur eitthvað að gera með hugafarið. Það fyrsta og fremsta sem að Bandarískir fjölmiðlar nota, er ótti. Sýnandi Bandaríkjamönnum allar fréttir af dauða, stríðum, og glæpum og síðan með þætti eftir á til að spinna allt saman í einhverjar áttir. Til að svara þessa koma menn frá NRA og troða ofaní fólk kjaftæði um það að þeir þurfa fleiri byssur en heill her til að vernda fjölskylduna sína, að sjálfsögðu til að græða meiri pening. Svo eftir 11. september kom þessi mælir sem sýnir grænan, bláan, appelsínugulan og rauðan lit til mæla í hversu mikilli hættu kaninn er, þó að mikið af því getur bara verið vitleysa.
Þetta fæðir hugafar Bandaríkjamanna sem segir það að svo lengi sem þeir eiga skotvopn, þá eru þeir öryggir. Sko, eins og var sagt í Columbine myndinni; “If more guns made people safer, America would be the safest country in the world. It´s not, it´s the exact opposite”. Sorglega, deyja 9 börn á hverjum degi frá byssum í Bandaríkjunum, já ég er alveg viss um að þau voru að brjótast inn í heimili og ætluðu að drepa jafnaldra sína. Ný skoðun frá Harvard sýnir að maður er 430% líklegra að skjóta vin eða fjölskyldumeðlim heldur en innbrotsþjóf. Fyrir ykkur sem hafa komið til Bandaríkjanna þá hafið þið séð að þetta er voða indælt fólk en þeir halda alltaf að þeir séu undir árás, a.m.k. þannig árás sem væri hægt að stöðva með skotvopnum. Og því miður þurfa allir hinir að lifa með afleiðingunum. Og í rauninni flesta fólkið sem kemur út og er á móti þessu eru fórnalömb skotvopna, ekki þessir NRA geðsjúklingar sem hafa aldrei misst vin eða barn frá skoti - annað en t.d. Columbine foreldrarnir. Það sem flestir sem eru með þessu segja er tvennt: Þjóðin var fædd úr stríði og þeir unnu vegna þess að allir áttu skotvopn. Sko fyrir 230 árum var Bandaríkin undir Bretastrjórn og þegar það eru útlenskir hermenn á hverju götuhorni, þá er smá vit í að eiga byssu. En ef maður á sterkasta her í heimi er það það síðasta sem maður þyrfti að hafa áhyggjur af. Hitt er það að þú þarft að vernda þig, ég held að þetta fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því af hverju það er í fyrsta lagi!
Svo eru það lögin sem “stjórna” þessu öllu saman. Í fyrsta lagi geta Bandarískir stjórnmálamenn gert voða lítið í þessu, þó að þeir myndu vilja, vegna þess að þeir þurfa að halda í atkvæðin frá kúrekunum til að halda sér í stólinn. Og eins og við sáum við Virginia Tech þegar maður sem hafði farið greindur geðveikur og hafði m.a.s. farið á hæli gat keypt 2 semi-automatic Glock/Walther skammbyssur og skothelt vesti fyrir skotin, þá er eitthvað að. Í flestum fylkjum má ekki löglega selja vélbyssur og það er ekki bannað að eiga þær. En í bara næsta Útilífi (Cabbelas)fást allar gerðir skammbyssa og riffla.
Sko, ég er ekki hreint út á móti byssum, þó að það væri gott að losa sig við allt þetta þá er það því miður ekki hægt. En ég skil ekki af hverju maður getur bara ekki verið sáttur með t.d. haglabyssu, þannig ef einhver er að brjótast inn þá þarf maður ekki einu sinni að hleypa af flest skiptin. Þú getur bara hlaðið hana og hljóðið úr henni ætti að segja hverjum sem er hvað er í gangi. Þetta er frekar stórt vandamál og þó að þetta komi kannski okkur íslendingum ekki beint við þá ferðumst við þangað oft og gott að fá að vera öryggir. Svo er líka bara gott að hugsa um aðra en mann sjálfann.
En já, hvað finnst ykkur? Er þetta eitthvað sem fólk ætti að pæla í? Hvað orskar þetta vandamál? Og síðast en ekki síst, hvað er hægt að gera í þessu?
Thank you very nice
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”