Nú er ég ekki í skapi fyrir neitt “gleðilegt og bjart”, heldur finn ég mig knúinn til að kvarta. eins og þið fæst vitið er ég 15 ára. Það gerðist þann 22. maí síðastliðinn. Það er nú reyndar ekki kvörtunarefni mitt, bara eðlilegur hlutur að eldast og ekkert athugavert við það… NEMA; Þau réttindi sem maður fær við vissan aldur á íslandi finnst mér alveg hreint út í hött!! Ég meina, hér áður fyrr urðu krakkar fullorðnir við fermingu, eða það segja sögubækurnar okkur allavegana. Við þennan merkisviðburð í lífi allflestra byrjuðu krakkar að vinna og ýmislegt fleira hófst, þeir urðu að flytja að heiman oft á tíðum og urðu bara að fullorðnast nánast á óforskammarlegum tíma! þá var ekkert bull um að núna máttu þetta og núna máttu hitt, það bara gerðist.
NÚNA hinsvegar er þetta allt komið í flækju! Mér er meira að segja sagt hvað ég megi horfa á í sjónvarpinu!! Í þjóðfélagsfræðinni sem ég tók nú að miklu leiti nú í vor stendur að við tólf og sextán ára aldurinn fái maður rétt til þess að horfa á kvikmyndir og annað sjónvarpsefni ætlað þeim aldurshópi og uppúr. Það er þannig ætlast til þess að ekkert barn undir þeim aldri hafi þroska né beinlínis þor til þess að horfa á þessar myndir og geti beinlínis orðið fyrir sálarskaða við áhorf. Ég ætla ekkert að véfengja þá sérfræðikunnáttu allra þeirra sem vinna við að horfa á bíómyndir og ákvarða hvað sé leifilegt og hvað ekki, en guð má vita að ég skil stundum ekki þær ákvarðanir. Sem dæmi má nefna að nú nýlega var sýnd í sjónvarpinu mynd sem innihélt lítið sem ekkert ofbeldi og einu sinni sást í blóð. Sú mynd var af mikilli visku ábyrgðarmanna bönnuð innan fjórtán. Svo sá ég hérna um áramótin íslenska mynd sem var undir nafninu “strákarnir okkar”. Hún var svosem allt í lagi, ég meina, jafnvel þótt hún innihéldi ófáar kynlífssenurnar og útsýnisferð um sturtuklefana hjá körlunum, þá var ekkert aldurstakmark… hvað gæti þá verið að henni? Svo má líka að mínu mati bara sleppa þessu yfir höfuð, því þótt þeir segi okkur að þetta sé jú bannað með lögum að horfa á myndir eða sjónvarp undir aldurstakmarki, þá er þetta nú bara svona, þið vitið, meira leiðarvísir en reglur… er það ekki annars. Það fer allavegana enginn eftir þessu. Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta sé bara svona til skreytingar, þetta er svo smart, allar hinar þjóðirnar hafa svona, af hverju ekki við… grænt rautt og gult, fer svo vel yfir hátíðarnar :/
Og svo er það fjórtán ára reglan, þið vitið nú öll hver hún er, og þið sem vitið það ekki… enn eitt sem ég mun ekki fara nánar útí Mér finnst hún mætti vera hærri, þetta eru í rauninni bara mörk fyrir miklu eldra fólk, mikið yngra fólki kemur henni nú bara helst ekkert við!!
Og svo koma mannréttindarmálin. Ég spyr: alþjóðalög segja til um að einstaklingur sé ekki fullorðinn fyrr en hann er 18 ára, er þá rétt að hann byrji að hljóta refsingar sem eru jafngildar fullorðnum ( 18+ ) 15 ára? Er það rétt að barn ríkið leggi byrði á BARN án þess að veita því nein auka réttindi. Ég meina, það má kæra þig sem fullorðinn einstakling 15 ára, samt ertu ekki fullorðinn einstaklingur samkvæmt íslenskum lögum fyrr en þú ert orðinn 18 ára. Ef við tengjum þetta nú við 16 ára regluna, semsagt að þá þurfir þú að byrja að borga skatta. Er það réttlátt að börn séu látin borga fyrir réttindi sem þeim hlotnast ekki fyrr en 18 ára? ég veit að börn fá sín réttindi og allt það útúr skattakerfinu, en það eru líka réttindi sem foreldrar okkar hafa barist fyrir. Ef við fáum ekki full réttindi sem einstaklingur við 18 ára aldurinn þá finnst mér það óréttlæti að við þurfum að taka fullan þátt í að halda uppi samfélagi sem við erum ekki einu sinni fullgildir aðilar að í heil 2 ár í viðbót. Ég bar þessa spurningu upp við matarborðið hjá ættfólki mínu og ég fékk það svar að það væri bara heilbrigt fyrir fólk að byrja að taka þátt, það efldi ábyrgðarkennd… og svo er fæst fólk byrjað að vinna við þennan aldur nema til þess rétt að fá smá vasapening!
Já einmitt!!!
Ég kjálkabraut mig nánast, hann skall svo hart í gólfið!! Ég sagði það ekki þá, en eftir smá umhugsun þá ákvað ég að koma skoðun minni á framfæri hér. Þetta fólk er nú náskylt mér, og nánast allt hafði það alist upp í sveit. Þau hafa örugglega öll upplifað það að taka virkan þátt í samfélaginu svona ung og allt það… enda urðu þau fullorðnir einstaklingar 16 ára samkvæmt þáverandi lögum. Enda eins og systir móður minnar sagði um helgina; “Fimmtán ára… Vá hvað þetta líður hratt… (en þá kom bomban!!!)” þá var ég nú bara orðinn fullorðin".
Hvað á ég að lesa úr þessu? Er ég eitthvað vanþroska miðað við hana þá? Er sú staðreynd að foreldrar mínir eru báðir vel mentaðir og í góðum og ágætlega launuðum störfum og að þeir geti veitt mér hitt og þetta sem henni gafst ekki samasemmerki að ég þroskist eitthvað hægar en hún?
Nei
Auðvitað þýðir það ekki að ég þroskist eitthvað hægar! Hún hefur kannski meint að hún hafi upplifað sig sem fullorðin þá, en það er samt þess virði að hugsa aðeins um þetta! Það að maður lifi á margan hátt auðveldari lífi en hún gerði á þeim tíma, og það að lögin hafi kveðið á um að hún yrði fullorðnari fyr, þá þýðir það alls ekki að hún hafi eitthvað hlotið meiri þroska en ég. En hvað veit ég…?
og svo með atvinnumálin. Við getum ekki gert eins og börnin í 101, að búa hjá foreldrum okkar upp undir þrítugt. Við verðum að kaupa matinn okkar sjálf, við verðum að leigja húsnæði sjálf, við þurfum í rauninni að gera nánast allt sjálf! Þetta finnst mér vera mesti gallinn í kerfinu. Svona er bókstaflega verið að mismuna fólki eftir búsetu! Þetta er alveg hreint ótrúlegt, að 16 ára krakkar þurfi á sumum stöðum að flytja að heiman, en aðrir krakkar geta lifað í örygginu heima hjá sér eins lengi og þeir vilja. Að sumir foreldrar fái að halda börnum sínum þar til þau verði sjálfráða en sumir ekki!!
En vitið þið hvað, ég nenni ekki að pæla í þessu lengur. Kannski er það bara málið, að þegar maður fer að pæla í einhverju nógu mikið finnur maður alltaf galla á öllu, sama hvað það er. Og kannski er það fullkomleikinn, að ekkert er of fullkomið að það sé ekki neinn galli á því, og þannig yrði það ófullkomið. Að ekkert er óbætanlegt, og veiti þannig heiminum einhvern lit!
Ég segi bara, hættum að leitast til þess að verða fullkomin, því ég er á þeirri skoðun að því meira sem við leitum, því fullkomnara þarf það að vera til þess að við verðum sátt, og því fullkomnari sem við leitumst til þess að verða, þeim mun einsleitari verðum við, þar til heimurinn verður eins, allir hugsa eins og haga sér eins í sífelldri leit sinni af fullkomnleika sem gerir okkur bara óánægðari og óánægðari með hverjum deginum! Og er það fullkomið, ef allir væru eins?
NEI
Mín lokaorð eru þessi; Hættið að reyna við fullkomleikann, hann er ekki til, og því meira sem við reynum, því ófullkomnari verðum við í okkar eigin augum. Sannleikurinn er sá að enginn er fullkominn og við ættum að fagna því, í því fellst hinn fullkomni galli, að gallarnir séu það sem gerir okkur fullkomin !!
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.