Palestínumenn – Þjóð án heimalands!!
Af og til skjóta umæður um málefni Palestínu og Palestínumenn upp kollinum hér í Deiglunni, enda átökin í Mið-Austurlöndum það málefni sem verið hefur efst á baugi í alþjóðamálum heimsins undanfarið ár. Það er varla hægt að líta í dagblað eða opna fyrir sjónvarpsfréttirnar án þess að fá tölur um hve margir hafi verið særðir eða skotnir til bana á Vesturbakkanum og Gaza þennan daginn. Reglulega berast fréttir af hryðjuverkaársum Hamas og Islamic Jihad í Ísrael og innrásunum Ísraelsmanna í borgir og bæji Palestínumanna. Í bland koma svo yfirlýsingar um frið, nýjar friðartillögur og jafnvel nýjir vopnahlésamningar.
Er nema von að margir eigi erfitt með að átta sig á hvað sé í raun að gerast í Palestínu og Ísrael, sérstaklega þegar fréttafluttningur margra fjölmiðla er eins og hann er. Þó upplýsingar um fjölda fórnarlamba berist jafnan greiðlega reyna fjölmiðlar sjaldnast að útskýra hver rót átkana er. Af hverju er þetta fólk að berjast? Er þetta ekki svo flókið og vonlaust að það verður hvort sem er aldrei hægt að koma á friði á þessu svæði?? Hér á eftir ætla ég að koma með nokkra punkta sem e.t.v. útskýrir fyrir einhverjum átökin á þessu svæði og að hægt sé að stefna að réttlátum frið í Palestínu og Ísrael. Það er kannski rétt að það komi fram að ég tel rétt að þær 6,2 milljónir Palestínumanna sem nú búa við hernám, sem flóttamenn eða annars flokks íbúar innan Ísraels eigi rétt á sömu mannréttindum og frelsi og annað fólk!
1. Upphaf núverandi átaka í Palestínu og Ísrael má trúlega rekja til hugmyndaræði zíonismans. Um er að ræða þjóðernisstefnu gyðinga sem kom upp í kjölfar gyðingaofsókna í Evrópu og Rússlandi sem “pólitísk lausn” við ofsóknunum. Helsti hugmyndafræðingur zíonismans, Theodor Herzl, setti árið 1896 fram kenninguna um stofnun sérríkis fyrir gyðinga í bókinni “The Jewish State”. Ári síðar ákvað fyrsta Heimsþing zíonista að sérriki gyðinga skyldi stofnað í Palestínu. Einnig voru uppi hugmyndir um stofnun gyðingaríkis í Úganda og árið 1904 ákvað fjórða Heimsþing zíonista að stefna að ríkisstofnun í Argentínu. En tveim árum síðar ákvað zíonistahreyfingin að hætta við ríkisstofnun í Argentínu og að takmarkið væri á nýjan leik stofnun gyðingaríkis í Palestínu.
2. Ákvörðun zíonista um að stofna sérríki gyðinga í Palestínu átti eftir að hafa hörmulegar afleiðingar fyrir Palestínuaraba (íslamska og kristna) sem bjuggu í Palestínu. Árið 1895 var mannfjöldin í Palestínu um 500.000 manns. Um 47.000 íbúar landsins voru gyðingar sem áttu um 0,5% landsins. Fram að fyrri heimsstyrjöldinn (1914-18) tilheyrði Palestína Tyrkjaveldi sem tók illa í hugmyndir zíonista um ríkisstofnun í landinu. Bretar lofuðu Aröbum í Palestínu og annarstaðar sjálfstæði ef þeir risu upp gegn veldi Tyrkja, en sviku það loforð og gáfu árið 1917 út hina svokölluðu Balfour yfirlýsingu um stofnun þjóðarheimilis fyrir gyðinga í Palestínu. Það ár voru gyðingar tæplega 10% af íbúum Palestínu, eða um 56.000 manns af 700.000 íbúum landsins. Palestínuarabar áttu 97,5% alls lands í Palestínu á meðan gyðingar áttu um 2,5% þess.
3. Þegar Sameinuðu þjóðirnar lögðu fram tillögu um skiptingu Palestínu árið 1947, milli innfæddra Palestínuaraba og gyðinga sem að stærstum hluta voru aðfluttir, voru gyðingar tæplega þriðjungur íbúanna og áttu aðeins um 8% landsins. Samt var ríki gyðinga (Ísrael) úthlutað meirihluta Palestínu, eða 52% af flatarmáli landsins. Samþykkt S.þ. um skiptingu Palestínu var samþykkt af Ástralíu, Evrópu- og Ameríkuríkjum (sem mörg höfðu svarta samvisku í kjölfar gyðingahaturs og ofsókna innan eigin landamæra undanfarna áratugi). Öll ríki Asíu og Afríku (að frátalinni stjórn hvítra í Suður-Afríku) greiddu atkvæði gegn tillögunni. Hún hefði vafalaust ekki verið samþykkt ef hún hefði verið borinn upp nokkrum árum síðar þegar nýlendur Evrópumanna í Afríku og Asíu höfðu fengið sjálfstæði og þar með atkvæðisrétt innan S.þ. Þá hefðu Palestínuarabar líklegast haldið heimalandi sínu.
4. Í kjölfar samþykktar S.þ. um skiptingu Palestínu stofnuðu zíonistar sérríki gyðinga, Ísraelsríki, árið 1948. Í stríðinu sem fylgdi skiptingu Palestínu náði Ísraelsríki 78% af landinu á sitt vald. Eftir stóð aðeins 22% Palestínu, Vesturbakkinn (með Austur-Jerúsalem) og Gaza svæðið, fyrir Palestínuaraba sjálfa sem þá höfðu verið 70% af íbúum landsins. Ekki gekk að stór hluti íbúa í sérríki ætluðu gyðingum væru innfæddir Palestínuarabar af annari trú og því hófu herir zíonista stórfelldar þjórnishreinsanir á yfirráðasvæðum sínum. Um 750.000 Palestínumenn voru reknir úr heimkynnum sínum, þorp þeirra eru jöfnuð við jörðu og aðfluttum gyðingum úthlutaðar jarðir þeirra og eigur. Árið 1949 setti Ísraelska þingið löggjöf um sérréttindi gyðinga. Ríkið tók jarðir af Palestínumönnum á skipulagðan hátt og úthlutaði þeim gyðingum. Þeir Palestínumenn sem urðu eftir innan landamæra Ísrael urðu annars flokks borgarar og búa enn þann dag í dag við kúgun og kynþáttamismunun.
5. Næstu ár mörkuðust af útþennslustefnu Ísraelsríkis. Árið 1956 ráðast Ísraelsmenn, Bretar og Frakkar á Gaza og Egyptaland. Árið 1967 réust Ísraelsmenn á nágrannaríki sín og náðu að leggja undir sig það sem eftir var af upprunlegu landi Palestínumanna (Vesturbakkan, Austur-Jerúsalem og Gaza) ásamt landsvæðum í Egyptalandi, Jórdaníu og Sýrlandi. Árið 1978 ráðast Ísraelsmenn inn í Líbanon. Árið 1982 gera Ísraelsmenn aðra innrás í Líbanon og ráðast á borgir, þorp og flóttamannabúðir Palestínumanna. Um 18.000 manns farast og hundruð þúsunda missa heimili sín. Málstaður Ísraelsmanna ber mikinn hnekki á alþjóðavettvangi. Varnarmálaráðherran Ariel Sharon, núverandi forsætisráðherra Ísraels, neyðist til að segja af sér fyrir að hafa borið ábyrgð á að bandamönnum Ísraela, Falangistum, var hleypt inn í flóttamannabúðir Palestínumanna þar sem þeir myrtu um 2.000 óbreytta borgara í einu hroðalegasta fjöldamorði síðustu 50 ára undir eftirliti Ísraelska hersins.
6. Ekkert ríki veraldar hefur verið fordæmt jafn oft af Sameinuðu þjóðnum og Ísrael. Ísraelsríki hefur undanfarna áratugi þverbrotið alþjóðalög (m.a. Genfarsáttmálan og Barnasáttmála S.þ.) samþykktir S.þ. nr. 181, 242 og 338 um að landsvæðum Palestínumanna (Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem og Gaza) verði án tafar og skilyrða skilað og palestínksum flóttamönnum verði leyft að snúa aftur til heimalands síns. Árið 1974 var samþykkt á Allserharþingi S.þ. að zíonisminn væri kynþáttamisréttisstefna í sama dúr og Apartheit í Suður-Afríku.
7. Allt frá árinu 1948, þegar Palestínumenn voru rændir heimalandi sínu og Ísraelsríki stofnað, hefur heimsbyggðin orðið vitni að hinu svokallaða “Palestínuvandamáli”. Palestínumenn hafa í áratugi reynt að endurheimta heimaland sitt bæði með pólitískum leiðum og hernaðaraðgerðum, m.a. undir merkjum PLO (Frelsisamtaka Palestínu). Fyrst var takmark PLO að eyða sérríki gyðinga og stofna lýðræðislega Palestínu þar sem allir íbúar landsins gætu verið jafnir þvert á trúarbrögð og kynþætti. Þetta markmið var í algerri andstöðu við hugmyndafræði zíonista um sérríki fyrir gyðinga og Ísraelsmenn tóku þessa lausn því ekki í mál. Í dag er markmið PLO því að stofna sjálfstæða lýðræðislega Palestínu á aðeins 22% flatarmáls upprunalegrs lands Palestínumanna, á Vesturbakkanum og Gaza með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg.
8. Árið 1987, þegar Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza höfðu búið við hernám og kúgun í heil 20 ár, fengu íbúar svæðana nóg og risu upp gegn hernámi Ísraelsmanna með Intifada uppreisninni. Henni lauk ekki fyrr en með undirskrift Oslóar samkomulagsins árið 1993 þegar þúsundir Palestínumanna höfðu verið drepnir, limlestir og hnepptir í fangelsi án dóms og laga. Palestínumenn bundu vonir við að í kjölfar Oslóar samkomulagsins myndu Ísraelar fara eftir ályktunum S.þ. nr. 181, 242 og 338 um að a) Ísraelsku hernámi á Vesturbakkanum, Austur-Jerúslem og Gaza linni, b) Palestínskum flóttamönnum yrði leyft að snúa til heimalands síns og c) samið yrði um réttláta lausn á stöðu Jerúsalem borgar.
9. Enn næstu ár voru ekki friðvænleg. Ísraelsmenn kusu yfir sig öfgamenn á borð við Netanyahu og stríðsglæpamannin Ariel Sharon. Ísraelsmanna brutu æ ofan í æ friðarsamninga sína við PLO. Einn helsti boðberi friðar í röðum Ísraelsmanna, Begin forsætisráðherra var svo myrtur af andstæðingum friðarferlisins. Áfram var haldið að ræna palestínsku landi á Vesturbakkanum og Gaza og auka við landránsbyggðir gyðinga þar. Palestínumenn biðu þó enn þolinmóðir eftir því að sjá árangur Oslóar-friðarsamkomulagsins. Sjö árum eftir undirritun þess höfðu íbúar Vesturbakkans og Gaza hins vegar fengið nóg af 33 ára hernámi og kúgun. Staða þeirra hafði aðeins versnað eftir Óslóar-samkomulagið. Ísraelsmenn höfðu a) ekki skilað nema litlum hluta af Vesturbakkanum og Gaza til Palestínumanna b) Engir palestínskir flóttamenn hafa fengið að snúa aftur til heimalands síns og c) ekki einu húsi í Jerúsalem hefur verið skilað í hendur Palestínumanna.
10. Seinni Intifada uppreisnisn Palestínumanna fyrir grundvallar mannréttindum sínum, sjálfstæði og gegn hernámi og kynþáttakúgun í landi sínu hófst í september árið 2000 og stendur enn. Andspyrnan er að mestu leyti bundin við mótmæli, steinkast og almenna ólýðni gagnvart hernámliðinu. Vopnuð andspyrna á þó einnig sér stað meðal Palestínumana sem beinist aðallega gegn Ísraelskum hermönnum og landránsfólki. Þó er hugarástand sumra sem lifað hafa við hernám og kúgun alla sína ævi ekki betra en það að þeir ráðast gegn óbreyttum borgurum í Ísrael. Hamas og Islamic Jihad eru dæmi um andspyrnuhópa sem beinlínis hafa skaðað málstað Palestínumanna með því að drepa óbreytta borgara. Forysta Palestínumanna (PLO) fordæmir ávallt slík hryðjuverk á meðan Ísraelsmenn beita ríkis-hryðjuverkum gagnvart óbreyttum palestínskum borgurum með sprengjuárásum á íbúðarhverfi, skotárásum á mótmælendur, fangelsunum og eyðileggingu íbúðarhúsa. Einnig hafa þeir stundað aftökur án dóms og laga á palestínskum leiðtogum.
*** Deila Ísraelsmanna og Palestínumanna er ekki eins flókin og margir vilja ætla. Grundvöllurinn að varanlegum og réttlátum friði er að Ísraelsmenn fari eftir alþjóðalögum og Samþykkum S.þ. um að hernámi þeirra á palestínku landi hætti þegar í stað og palestínskum flóttamönnum veriði leyft að snúa aftur til heimalands síns. Einnig er nauðsynlegt að Apartheit kerfið innan landamæra Ísraels, sem mismunar þeim íbúum landsins sem ekki eru gyðingar, verði aflagt þegar í stað!
Eldar Ástþórsson
-Undirritaður er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína [www.palestina.is]