Forsætisráðherra Ungverjalands sagði nú nýlega að hann útilokaði ekki að kynþáttahatarar fengju að vera með í næstu ríkisstjórn landsins. Flokkurinn MIEP er mjög öfgasinnaður flokkur rasista og þó er hann sérstaklega andvígur gyðingum en flokkurinn fékk um 5% atkvæða í síðustu kosningum en mun nú fara stækkandi. Mönnum innan flokksins var boðið nýlega að starfa við fjölmiðlun og hefur það valdið því að þeir hafa ausið kynþáttahatri í fólk og hefur nú t.d. gyðingahatur aukist mjög mikið í Ungverjalandi. Vestur-Evrópubúar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun mála enda eru nokkur lönd komin með rasista í ríkisstjórn sína og má þar meðal annars nefna Verkamannaflokkinn í Ástralíu og Frelsisflokkinn í Austurríki.

Forsvarsmanni þessa flokks var boðið á fund Frelsisflokksins í Austurríki en sá flokkur náði völdum árið 1999 í Austurríki og var undir stjórn hins illræmda Jörg Haiders hér áður fyrr þó svo að hann sé ekki formaður hans lengur. Frelsisflokkurinn taldi að MIEP væri líklegur sem enn einn rasistaflokkurinn sem gengur inn í ríkisstjórnir Evrópu og átti greinilega að fræða rasistann sem fór fyrir MIEP um það hvernig best væri að komast til valda. Stjórnmálamenn lýðræðisríkjanna í Evrópu hafa hins látið vita að því að þeir myndu taka hart á því ef rasistunum yrði leyft að ganga inn í þessa ríkisstjórn og er vonandi að það dugi til þess að hindra þennan rasistaflokk í því að taka þátt í næstu ríkisstjórn.

Gyðingum í Ungverjalandi líður illa út af þessum fréttum um vaxandi gyðingahatur og hefur forsvarsmaður gyðinganna sagt að forsætisráðherrann geri ekkert annað en að hvetja til gyðingahaturs með því að segja að það sé möguleiki að rasistar fái að vera með í næstu ríkisstjórn.

Ef að Davíð Oddsson myndi allt í einu fara að styðja Félag Íslenskra Þjóðernissinna væri það mjög líklegt til þess að ýta undir hatur á lituðum hér og því hljótum við öll að skilja hversu hræðilegt það er að svona hátsettur maður í Ungverjalandi skuli styðja við bakið á þessum andstyggðarmönnum og að virkilega útiloka ekki þann möguleika að rasistar fái að starfa í næstu ríkisstjórn Ungverjalands. Það er líka ansi slæmt að rasistar skuli hafa svona mikil fjölmiðlavöld því að fjölmiðlarnir eru eins konar tæki sem þeir nota til þess að heilaþvo fólk.

Það er samt mögulegt þrátt fyrir allt að rasistarnir komist ekki í ríkisstjórn Ungverjalands því að eins og áður segir, ætla lýðræðisríki Evrópu að berjast gegn því t.d. með þvingunum og fleiru og einnig vegna þess að líklegt er að einhverjir flokkar í Ungverjalandi, fyrir utan rasistaflokkinn nái yfir 50% atkvæða og þannig verði þeir flokkar hvattir til að vinna saman án rasistana en þó er vissulega sú hætta fyrir hendi að fylgi rasistana komi enn til með að aukast og því verði næstum því ómögulegt að hundsa þá. Ef að rasistaflokkurinn fær mjög mörg prósent atkvæða mun einnig verða óhjákvæmilegt að hann verði valdamikill í Ungverjalandi.

Þetta eru mjög sorglegar fréttir því að stefna eins og þessi flokkur býður upp á hefur valdið miklum hörmungum í heiminum t.d. á Balkansskaganum þar sem þjóðernishreinsanir voru stundaðar nú nýlega. Besta og að ég held eina ráðið til þess að brjóta svona flokka niður er að senda okkar besta fólk til þess að rökræða við forsvarsmenn flokkana og fræða fólk um skaðsemi svona stefnu og segja þeim að það jaðri við glæp að kjósa svona menn. Ég tel einnig nauðsynlegt að herða lög um rasisma töluvert og dæma menn mun harðar fyrir rasisma. Einnig þarf að sitja rasistaflokkum mun ákveðnari reglur og öll Evrópuríkin ættu að setja lög sem þrengja mjög að rasistum. Ég er hlynntur málfrelsi en ég tel að málfrelsið eigi ekki að ná yfir útbreiðingu haturs og þá sérstaklega kynþáttahaturs sem bæði sundrar samfélögum og skapar leiðinlegt andrúmsloft.