Ég get ekki orða bundist lengur yfir þessu RUV. Það er ekki einu sinni hægt að tala við fólkið sem vinnur þar. Þeir hafa undanfarið verið að senda mér rukkanir á gíróseðli. Allt í lagi með það, en þeir eru að rukka mig fyrir sjónvarp sem er ekki til !!!! Ég var í sambúð og við áttum sjónvarp og þegar við skildum þá varð sjónvarpið eftir. Ég hef borgað af því á kredidkorti sem ég er með en á nafni mannsins míns. Þetta tæki sem hann á er frá Sony og svo eru þeir að senda mér aðra rukkun fyrir annað sjónvarpstæki frá Sony og segja það ekki sama tækið. Ég á ekkert sjónvarp !!! Ég gaf vini mínum sjónvarp í fyrra og það er frá Seleco og þeir segja að það heiti United og það sé ekki verið að rukka fyrir það. Ég reyndi í tvígang að hringja í innheimtudeildina og það var ekki séns að tala við fólkið þar. Konan sem ég talaði við sagði að tækið sem ég gaf væri United og það stæði í tölvunni fyrir framan hana og ég gæti fengið að sjá það ef ég vildi. Ég sagðist ekki þurfa að sjá það því ég hefði keypt þetta sjónvarp upphaflega sjálf og vissi hvaða sort ég hefði keypt. Þannig að ég á að borga fyrir 2 sjónvarpstæki en það er bara til 1 !!!!! Frábær þjónusta. Þær segja alltaf konurnar í innheimtunni að ég þurfi að koma á staðinn og tala við þau en ég sagði það sennilega væri það ekki nóg því það væri allavega ekki hægt að tala við þau í síma. Hún sagði að ég gæti fengið að tala við yfirmann en ég gat það ekki í síma heldur varð að mæta á staðinn og leggja in skriflega kvörtun. Það er ekki nóg með að maður sé þvingaður til að borga áskrift af þessari hundleiðinlegu stöð heldur er verið að rukka mann fyrir sjónvarp sem ekki er til og ekki nokkur leið að fá það leiðrétt !!!!
Varð að fá að pústa svolítið, því mér finnst þetta ósvífni á hæðsta stigi.
Baráttukveðjur
Bomba