Höfundarréttarlög eiga stað í huga margra landsmanna þar sem þetta varðar bæði mig og þig með mjög beinum hætti. Flestir hafa sterkar skoðanir á þessum málum og ljóst er að núverandi lög eru ekki í takt við tímann og þarfnast breytinga, í hvora átt sem það nú verður.
Þessi grein hreyfði við mér og mæli ég eindregið með að þú takir þér tíma til að lesa hana alla.
Ég þýddi smásögu og meðfylgjandi grein yfir á íslensku. Upphaflega er þetta á ensku og tekið af vefsíðu GNU, nánar tiltekið hér: http://www.gnu.org/philosophy/right-to-read.html
ÞÝÐING BYRJAR”””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””
Hjá Dan Halbert byrjaði leiðin til Tycho í menntaskóla – þegar Lissa Lenz bað um að fá tölvuna hans lánaða. Hennar hafði bilað, og ef henni tækist ekki að fá aðra lánaða, myndi hún falla á miðannaráfanganum. Það var enginn sem henni dirfðist að spyrja, nema Dan.
Þetta setti Dan í klemmu. Hann varð að hjálpa henni – en ef hann lánaði henni tölvuna sína, gæti hún lesið bækurnar hans. Fyrir utan staðreyndina að þú gætir lent í fangelsi í mörg ár fyrir að leyfa öðrum að lesa bækurnar þínar, þá var hugmyndin útúr myndinni. Eins og öllum, þá hafði honum verið kennt síðan í grunnskóla að það að deila bókum sé vont og rangt – eitthvað sem aðeins pirates myndu gera.
Og það var ekki mikill séns að SPA – the Software Protection Authority – myndi ekki ná honum. Í tölvutímum, hafði Dan lært að hver bók hafði höfundarréttar eftirlitsskynjara sem gáfu skýrslu hvenær og hvar hún var lesin, og af hverjum, til Central Licensing. (Þeir notuðu þessar upplýsingar til að grípa lestrar pirates, en líka til að selja áhugasviðs-prófíla til útgefenda.) Central Licensing myndi finna út í næsta skipti sem tölvan hans yrði tengd netinu. Hann, sem eigandi tölvunnar, myndi fá hörðustu refsinguna – fyrir að leggja sig ekki fram við að koma í veg fyrir glæpinn.
Auðvitað, þurfti Lissa ekki endilega að lesa bækurnar hans. Hún gæti bara hafa viljað nota tölvuna til að skrifa miðannarverkefnið. En Dan vissi að hún kom frá miðstéttarfjölskyldu og hefði varla efni skólagjöldunum, hvað þá lestrargjöldunum. Að lesa bækurnar hans gæti verið eina leiðin hennar til að geta útskrifast. Hann skildi stöðuna; hann sjálfur þurfti að taka lán til að borga fyrir alla rannsóknarpappíranna sem hann las. (10% af þeim gjöldum fóru til vísindamannanna sem skrifuðu pappíranna; þar sem Dan stefndi á hámenntaðan starfsferil, gæti hann vonað að hans eigin rannsóknarpappírar, ef oft vísað í, myndu afla nægra tekna til að borga lánið hans.)
Seinna meir, lærði Dan að einu sinni voru tímar þegar hver sem er gat farið á bókasafnið og lesið blaðagreinar, og jafnvel bækur, án þess að þurfa að borga. Þá voru sjálfstæðir menntamenn sem lásu þúsundir síðna án þess að þurfa styrk frá ríkinu. En í kringum 1990, höfðu blaðaútgefendur byrjað að heimta gjöld fyrir aðgang. Árið 2047, voru bókasöfn sem veittu frían almenningsaðgang að bókmenntum óljós minning.
Það voru til leiðir, auðvitað, til að komast framhjá SPA og Central Licensing. Þær voru í sjálfu sér ólöglegar. Dan hafði haft bekkjarfélaga í tölvutímum, Frank Martucci, sem hafði eignast debugging tól, og notaði það til að komast framhjá höfundarréttareftirlitskóðanum þegar hann las bækur. En hann hafði sagt of mörgum vinum frá því, og einn þeirra ljóstraði upp til SPA fyrir verðlaun (nemendur í miklum skuldum var auðveldlega freistað í svik). Árið 2047, var Frank í fangelsi, ekki fyrir ólöglegan lestur, heldur fyrir að hafa debugger í fórum sínum.
Dan myndi seinna læra að einu sinni voru tímar þar sem hver sem er gat haft debugging tól. Það var jafnvel hægt að fá frí debugging tól á diski eða downloada þeim á netinu. En venjulegir notendur byrjuðu að nota þau til að komast framhjá höfundarréttareftirliti, og á endanum dæmdi dómari að það sé í raun orðið aðal notkunarmöguleiki þeirra. Þetta þýddi að þau voru ólögleg; forritararnir sem bjuggu til debugging tólin voru settir í fangelsi.
Forritarar þurftu enn á debugging tólum að halda, auðvitað, en debugging tóla seljendur árið 2047 dreifðu aðeins númeruðum eintökum, og aðeins til opinberlega leyfðra og bundna forritara. Debugging tólið sem Dan notaði í forritunartímum var haldið á bakvið sérstakan eldvegg svo það væri bara hægt að nota hann í verkefni í tímum.
Það var líka hægt að komast framhjá höfundarréttareftirliti með því að setja inn breyttan stýrikerfis-kjarna. Dan fann á endanum út að það voru fríir kjarnar, jafnvel heilu fríu stýrikerfin, sem höfðu verið til í kringum aldamótin. En ekki aðeins voru þau ólögleg núna eins og debugging tól, heldur gætirðu ekki notað þau án þess að vita root lykilorð tölvunnar. Og hvorki FBI né Microsoft myndi segja þér það. [innskot þýðanda: root lykilorð passar að það sé ekki hægt að gera stórtækar breytingar á tölvu, eins og t.d. breyta eða skipta um stýrikerfi.]
Dan komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki einfaldlega lánað Lissu tölvuna sína. En hann gat ekki neitað að hjálpa, því hann var hrifinn af henni. Hver séns til að tala við hana fyllti hann gleði. Og það að hún valdi hann til að biðja um hjálp, gæti þýtt eitthvað.
Dan leysti ráðgátuna með því að gera eitthvað óhugsandi – hann lánaði henni tölvuna, og gaf henni hans eigið lykilorð. Með þessum hætti, ef Lissa læsi bækurnar hans, myndi Central Licensing halda að hann væri að lesa þær. Þetta var samt glæpur, en SPA myndi ekki sjálfvirkt komast að honum. Eina leiðin væri ef Lissa segði frá.
Auðvitað, ef skólinn kæmist að því að hann hefði lánað Lissu lykilorðið sitt, myndi það verða þeim báðum að falli sem nemendur, sama í hvað hún hefði notað það. Skólareglurnar sögðu að hverskonar varnir gegn leiðum þeirra til að fylgjast með tölvunotkun nemenda var ástæða fyrir agarefsingar. Það skipti ekki máli hvort þú gerðir eitthvað af þér – afbrotið var að gera það erfitt fyrir stjórnendurna að athuga það. Þeir gerðu ráð fyrir að það þýddi að þú varst að gera eitthvað sem var bannað, og þeir þurftu ekki að vita hvað það var.
Nemendur voru yfirleitt ekki beint reknir fyrir þetta – bara óbeint. Í staðinn var þeim bannað að nota tölvubúnað skólans, sem leiddi á endanum til þess að þeir næðu ekki prófum.
Seinna lærði Dan að þessi stefna í háskólum byrjaði í kringum 1980, þegar háskólanemar byrjuðu í miklum mæli að nota tölvur. Áður en þá, höfðu háskólar litið öðrum augum á aga nemenda; þeir refsuðu fyrir brot, ekki fyrir eitthvað sem aðeins vakti grunsemdir.
Lissa sagði SPA ekki frá því sem Dan gerði. Ákvörðun hans leiddi til brúðkaups þeirra, og leiddi þau líka til að líta gagnrýnum augum á það sem þeim hafði verið kennt um piracy í æsku. Parið byrjaði að lesa sér til um sögu höfundarréttar, um Sovíetríkin og þeirra takmarkanir á fjölföldun, og jafnvel upphaflegu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þau fóru til Luna, þar sem þau fundu aðra sem höfðu líkt og þau komist í burtu frá löngum armi SPA. Þegar Tycho-byltingin byrjaði árið 2062, varð rétturinn til að lesa eitt af aðal markmiðunum.
Umfjöllun höfundar:
Þessi umfjöllun var uppfærð árið 2002.
Rétturinn til að lesa er barátta sem er háð í dag. Þótt að það gæti tekið 50 ár fyrir okkar daglega líf að ruglast, þá eru flest lög og reglur sem hefur verið lýst hér að ofan nú þegar verið lögð fram; mörg hafa jafnvel verið samþykkt sem lög í Bandaríkjunum og annarsstaðar. Í Bandaríkjunum var samþykkt árið 1998 Digital Millenium Copyright Act sem bjó til lagalegan grunn til að takmarka lestur og lán á tölvubókum (og öðrum gögnum líka). Evrópusambandið innleiddi næstum samskonar reglur árið 2001.
Þangað til nýlega [innskot þýðanda: athugið að þessi grein er gömul] var ein undantekning: hugmyndin um að FBI og Microsoft myndu halda root lykilorðinu fyrir PC tölvur, og ekki leyfa notandanum að nálgast það, var ekki lögð fram fyrr en 2002. Það er kallað “trusted computing” eða “palladium”.
Árið 2001 lagði þingmaðurinn Hollings, sem er styrktur af Disney, fram tillögu að reglum sem eru kallaðar SSSCA sem myndu neyða hverja einustu framleidda tölvu til að hafa höfundarréttar-örflögur sem notendur gætu ekki komist framhjá. Fylgjandi eftir “Clipper chip” og þessháttar tillögum bandaríkjastjórnar, sýnir þetta langtíma-þróun: tölvur eru á leiðinni lengra og lengra í þá átt að gefa stórfyrirtækjum stjórn yfir fólkinu sem notar þær.
Árið 2001 byrjuðu bandaríkin að reyna að nota “Free Trade Area of the Americas” samninginn til að innleiða sömu reglur á öll vesturlönd. FTAA er einn svokallaðra “free trade” samninga, sem eru hannaðir til að gefa stórfyrirtækjum meiri stjórn yfir demokratískum stjórnvöldum; Innleiðing á reglum eins og DMCA er dæmigert fyrir þennan anda. Electronic Frontier Foundation biður fólk um að útskýra fyrir öðrum stjórnvöldum af hverju þau ættu að vera á móti þessum ráðagjörðum.
SPA, sem í raun stendur fyrir Software Publisher’s Association, hefur verið skipt út í sinni lögreglu hlutverki af BSA eða Business Software Alliance. Það er ekki, í dag, opinbert lögregluvald en óopinberlega lætur það sem svo sé. Notandi aðferðir sem minna á Sovíetríkin, býður það fólki að upplýsa þá um vinnufélaga sína og vini. Í BSA hræðsluáróðursherferð í Argentínu árið 2001 hótaði það að fólki sem deilir hugbúnaði yrði nauðgað í fangelsi.
Þegar þessi saga var skrifuð, var SPA að hóta litlum ISPum, [innskot þýðanda: ISP eða internet service provider, er internetþjónustufyrirtæki eins og t.d. síminn, vodafone og hive] krefjandi þess að þeir leyfðu SPA að fylgjast með öllum notendum. Flest ISP gefast upp þegar þeim er hótað, af því þau eiga ekki peninga til að berjast á móti fyrir rétti. (Atlanta Journal – Constitution, 1 Okt 96, D3) Að minnsta kosti eitt ISP, Community ConneXion í Oakland, CA, neitaði kröfunni og var lögsótt. Síðar lagði SPA kæruna niður en náði í DMCA sem gaf þeim það vald sem þeir sóttust eftir.
Háskólareglurnar sem lýst er að ofan eru ekki ímyndaðar. Til dæmis, tölva í háskóla í Chicago sýnir þessi skilaboð þegar þú loggar inn:
“This system is for the use of authorized users only. Individuals using this computer system without authority or in the excess of their authority are subject to having all their activities on this system monitored and recorded by system personnel. In the course of monitoring individuals improperly using this system or in the course of system maintenance, the activities of authorized user may also be monitored. Anyone using this system expressly consents to such monitoring and is advised that if such monitoring reveals possible evidence of illegal activity or violation of University regulations system personnel may provide the evidence of such monitoring to University authorities and/or law enforcement officials.”
Þetta er athyglisverð nálgun á fjórðu grein bandarísku stjórnarskráarinnar: neyða alla til að samþykja, fyrirfram, að lækka rétt sinn undir þetta.
Heimildir:
• “The administration's “White Paper”: Information Infrastructure Task Force, Intellectual Property and the National Information Infrastructure: The Report of the Working Group on Intellectual Property Rights (1995).
• An explanation of the White Paper: The Copyright Grab, Pamela Samuelson, Wired, Jan. 1996
• Sold Out, James Boyle, New York Times, 31 March 1996
• Public Data or Private Data, Washington Post, 4 Nov 1996. We used to have a link to this, but Washinton Post has decided to start charging users who wishes to read articles on the web site and therefore we have decided to remove the link.
• Union for the Public Domain–an organization which aims to resist and reverse the overextension of copyright and patent powers.”
ÞÝÐING ENDAR”””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””””
Og hvar stendur svo Ísland í þessum málum? Á hvaða skoðun eru stjórnmálaflokkarnir? Á hvaða skoðun er almenningur? Á hvaða skoðun ert *þú*?