Ég er ekki alveg viss um að þessi grein eigi heima hérna, en mér finnst það samt. Það þarf ekki allt að snúast um pólitík hérna.
En mig langar að ræða örlítið um siðgæði, þó ég nefni hér dæmi um siðgæði í tilhugalífinu, væri gaman að fá umræðu hérna um almennt siðgæði Íslendinga, er það hátt eða lágt?
Ég fór að hugsa um þetta þegar ég fór að spjalla við vinkonu mína sem ég hafði ekki heyrt í svolítinn tíma. Hún er 18 ára. Hún var með strák í ár, trúlofuðust (sem er auðvitað mjög barnalegt af þeim, allt of ung). En hvað um það. Þau hætta saman og 3 mánuðum seinna hefur byrjað með… og haldið ykkur nú fast, fósturpabba stráksins sem hún var trúlofuð 3 mánuðum áður. Hún er 18 ára, hann er rétt tæplega fimmtugur. Gaman væri að fá smá viðbrögð við þessu.
Annað dæmi. Stelpa er 15 ára og er í 10. bekk. Hún er ólétt. Faðirinn er 39 ára gamall karlmaður.
Þriðja dæmið. Strákur er 22. Hann er með stelpu sem er 20. Hún á tvær systur. Þau taka sig til og fara í 4-some.
Dæmi úr viðskitpaheiminum: Þessi Goði þarna sem er með CostGo. Hvað vakir fyrir svona mönnum að reyna þetta?!?
Auka dæmi. Notandi hér á Huga lýsir því yfir að hann eigi yfir 100 rekkjunauta og er stoltur af því og er ekki að selja sig.
Er það ég sem er svona gamaldags og íhaldssamur eða hvað? Mér finnst þetta vera svolítið svakalegt. Sérstaklega fyrstu tvö dæmin sem ég nefni.