Samkynhneigð og Biblían Ég hef lengi verið forvitinn um það hvað biblían segir nákvæmlega um samkynhneigð. Ég ákvað loks að láta slag standa og fara efnislega yfir þetta.

Ég vill taka það fram að ég tel mig vera kristinn (ásamt ýmsu öðru góðu) og er tilgangur minn með þessari færslu að eyða öllum efasemdum um vilja guðs í þessum málum. Ég vona að ég nái að reka illan anda trúvillu úr einhverjum með þessum skrifum.

Þær helstu tilvitnanir sem trúvillingar vitna í eru eftirfarandi (skv. www.bible.org) :

1 Korintubréf 6:11

Megin inntakið í korintubréfinu öllu eru áhyggjur hans Páls af siðferði sambræðra sinna. Kemur því lítið á óvart að samkynhneigðum (sem eru ranglega þýddir sem “kynvillingar” í íslensku útgáfunni), sé líkt við þjófa, drykkjumenn og annað ógæfu fólk.

En Páll er aðeins mannlegur, og eru hans skoðanir á siðferði langt frá því að vera guðdómlegar. Svo að fyrir hann að siða fólk til, í nafni Jesú Krists, er nú varla annað en guðlast. Það er nú varla hægt að segja að þeir lærisveinarnir hafi skilið boðskap krists vel meðan hann lifði, hvað þá svo vel að þeir geti haldið áfram að siða fólk til eftir eigin höfði að honum fjarverandi

Ef trúvillingar taka þessu bréfi svo bókstaflega, ættu þeir að fordæma drykkjumenn á sama hátt og þeir fordæma samkynhneigð. Drykkjumenn eru jú í þessari sömu upptalningu.



Þriðja Bók Móse (Leviticus) 18:22 og 20:13

Þessi bók í biblíunni fjallar að mestum hluta um fórnir. Svo strax á eftir fórnar talinu byrjar tepruskapurinn og farið að fjalla um kynlíf. Slík er grimmdin og ógeðið í þessari bók að þetta er látið fylgjast að. Ég hef farið á ýmsar kristnar samkomur, en aldrei hef ég orðið vitni að fórnum. Afhverju ætti þá frekar að fara eftir öllu hinu sem stendur í þessari bók ?

Til vitnis um geðsýkina í þessari þriðju mósebók, nægir eftirfarandi tilvitnun: “Hver sá af húsi Ísraels eða af útlendum mönnum, er búa meðal þeirra, sem fórnar brennifórn eða sláturfórn 9og færir hana ekki að dyrum samfundatjaldsins til þess að fórna Drottni henni, sá maður skal upprættur verða úr þjóð sinni.”

Fyrsta Bók Móse (Genesis) 19:5-8

Aftur er það skrif hans móse, sem eru svo kærleiksrík..

“Hvar eru mennirnir, sem komu til þín í kveld? Leið þú þá út til vor, að vér megum kenna þeirra.” 6Lot gekk þá út til þeirra, út fyrir dyrnar, og lokaði hurðinni að baki sér. 7Og hann sagði: “Fyrir hvern mun, bræður mínir, fremjið ekki óhæfu. 8Sjá, ég á tvær dætur, sem ekki hafa karlmanns kennt. Ég skal leiða þær út til yðar, gjörið við þær sem yður gott þykir. Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns.”

Þýðing: Ekki nauðga gestunum mínum! það er ljótt! nauðgið heldur dætrum mínum! Aðeins afþví þetta eru mínir gestir!

Að nota þetta ógeðslega vers til að réttlæta hatur á samkynhneigðum er svo sjúkt að mér fallast gjörsamlega hendur!!! Er það ekki nokkuð greinilegt að þegar verið er að tala um Sódómíseringar, að það er verið að tala um nauðganir, sem eru uppfullar af kvalarlosta og valdníðslu ?!

Lot vildi ekki framselja gestina sína, vegna þess að þeir voru gestir hans. Hann segir “Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns.” Hvernig er hægt að misskilja þetta ?! Þýðing: ef þeir væru ekki gestir mínir þá væri mér alveg sama.. Þessi ákvörðun Lots hafði s.s. ekkert með það að gera að gestirnir væru karlmenn, og nauðgararnir þ.a.l. samkynhneigðir, eins og villutrúarfólk vill láta ykkur halda, heldur var þetta eingöngu eiginhagsmunamál hans Lots og “gestrisni”. Lesið þetta vandlega: “Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns.”

Svo hvernig Lot brást við þessu, með að bjóða dætur sínar í staðinn, það er nú varla hægt að telja siðlegt, vænlegt, eða guðlegt á nokkurn hátt.. Það er hreint skammarlegt að nota þessa tilvitnun fyrir siðapostulanir af nokkru tagi, og ber það vott um algjöra siðblindu og dómgreindarleisi viðkomandi. Guð hjálpi þeim sem ekki skilja það!

Rómverjabréf 1:24-27

Aftur er það pósturinn Páll að ausa úr skálum visku sinnar, með þessu bréfi sínu til Rómverja. Skoðanir hans eru líklega í takt við tímann, hann talar ekkert um fórnir, enda var slíkt dottið úr tísku, en hann talar um kynlíf, það þótti enn gerlegt að skipta sér af kynhegðun annara á þessum tíma:

“26Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, 27og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.”

Eigum við bara að treysta Páli fyrir þessu, sem eflaust er innblásinn af kærleiksbókunum hans móses ?! Hvar eru versin þarsem jesú fordæmir samkynhneigð ? Ég vill heyra þetta beint frá uppsprettunni, en ekki skoðun einhvers teprukarls á því hvað guði sé þóknanlegt.

Fyrra Tímóteusarbréf 1:10

“10frillulífismönnum, mannhórum, mannaþjófum, lygurum, meinsærismönnum, og hvað sem það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.”

Ég sé ekkert um samkynhneigð hér. Svo er þetta líka bara enn eitt siða bréfið hans Páls, sem er svo misjafnlega guði innblásinn.

Júdasarbréf 7

“7Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær, sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds. ”

Ég sé ekkert um samkynhneigð hér. Hvað sem því líður, þá er þetta bara bréf frá þessum júdasi, og hans skoðanir eru hans eigin.. Endurspegla þær ekki endilega skoðanir guðs.



Þetta er allt og sumt. Niðurstaðan er sú, að eina ómengaða tilvitnunin gegn samkynhneigð, sem á að vera beint frá guði, er í þriðju mósebók, jú þessari sem fjallar um blóðugar fórnir í “stríðstjöldum”. Hinar tilvitnanirnar eru annaðhvort sárlega misskildar, eða bara hreinlega orðaskipti Páls postula til útsendara sinna.

Hvernig getur fólk tekið þessum bréfaskriftum sem orði guðs ?! Hefur þetta fólk aldrei heyrt um níkeuþingið ? Þarsem það var KOSIÐ um það hvað væri með í biblíunni ? Þeir hefðu greinilega átt að sleppa þessum skoðanaskiptum hans Páls. Hvernig vitum við að þeim hafi gengið gott eitt til sem sátu þetta þing ? Hver veit, kanski kusu þeir í burtu bréfin sem lögðu blessun yfir samkynhneigð ?

Ef einhver er með fleiri vers fyrir mig til að fara yfir, þá endilega sendið mér það.
“Humility is not thinking less of yourself,