Frigg:
Nám tónlistarkennara er ekki 5 sinnum lengra en grunnskólakennara; þetta er einfaldlega rangt. Grunnskólakennarar sem og tónlistarkennarar fara í gegnum grunn- og framhaldsskóla, eini munurinn á þessum tveimur stéttum er að tónlistarkennarar eru í tónlistarskóla meðfram þessum tveimur skólastigum! Æfingar fara venjulega ekki upp í 6 tíma á dag nema þú sért farinn að sérhæfa þig, þ.e.a.s. einbeita þér eingöngu að tónlistarnámi sem skeður venjulega ekki fyrr en fólk er BYRJAÐ í tónlistarkennaranámi sínu.
Það eru engin rök fyrir launahækkun að segja að skólagjöldin manns hafi verið svo dýr - ertu t.d. að halda því fram að nemandi sem fer í gegnum Verzlunarskólann og svo Bifröst eigi að fara fram á hærri laun en nemandi sem fer í gegnum MH og svo HÍ vegna þess að skólagjöldin í tveimur fyrrnefndu skólunum eru miklu hærri?
Sveitastjórnir starfa EKKI undir ríkisstjórninni!!! Þetta er algengur misskilningur en sveitastjórnir eiga að vera algerlega óháðar ríkisstjórninni. Heldurðu t.d. í alvörunni að bæjarstjórn Seyðisfjarðar fari og spyrji Björn Bjarnason um ráð þegar þeir reyna að semja við tónlistarskólakennara sína?
Skólagjöld í tónlistarskóla eru alls ekki svo há sé tekið tillit til þeirrar aðstöðu sem þeir bjóða upp á og öll þau verðmæti sem liggja í hljóðfærum og öðru slíku - þvert á móti finnst mér skólagjöld tónlistarskólanna mjög sanngjörn!
Þó spurt sé um verð hljóðfæra tónlistarmanna sem sækja um inngöngu í sinfoníuna kemur það tónlistarkennurum ekkert við einfaldlega vegna þess að þeir þurfa ekki á svona dýrum gripum að halda, enda nota þeir oftast hljóðfæri í eigu skólanna við kennslu - þetta kemur því tónlistarkennurum nákvæmlega ekki neitt við!
Falcon1:
Nei, veistu það að ég skammast mín bara ekki agnarögn fyrir fyrri skrif mín!
Einu sinni enn: ríkisstjórnin er ekki yfir sveitarfélögum auk þess sem tónlistarskólinn er eitt af fáum verkefnum sem er ALGJÖRLEGA í höndum sveitarfélaganna, þ.e. hann er ekki eins og grunnskólinn sem er rekinn af bæjarfélögum sem fá peninginn fyrir honum frá ríkinu, þ.a.l. myndi ríkið ekki geta komið í veg fyrir nein auka fjárframlög sem væru eyrnamerkt tónlistarskólanum.
Ég hafði það nú frá tónlistarkennara að þeir hefðu sjálfir ákveðið að fylgja frekar grunnskólakennurum við síðustu kjarasamninga; e-ð um að þeir teldu það vera nær sínu starfssviði auk þess sem sum sveitarfélög eru farin að tala um að reyna að færa tónlistarkennslu meira inn í grunnskólana. Tónlistarkennarar hafa hingað til fylgt framhaldsskólakennurum að kjörum - afhverju ætti það að hafa breyst nema vegna þess að þeir hafi sjálfir viljað það?
Hvort sem það er erfitt eða ekki að hlusta á 6 ára krakka spila falska falsettur (eða hvað annað) þá er það nú einu sinni það starf sem tónlistarkennarar völdu sér og það er auðvitað erfiðara að vera með 20 6 ára krakka í einu heldur en bara 1! Afhverju heldur þú t.d. að framhaldsskólakennari (sem kennir 16-20 ára gömlu fólki) fái aukagreiðslu fyrir hvern nema umfram venjulega bekkjarstærð? Vegna þess að það er aukaálag sem fylgir því að vera með heilan bekk í kennslu!
Ef tónlistarkennari kennir stanslaust frá 9-22 gerir það u.þ.b. 11-12 tíma í kennslu sem ætti að gera það að verkum að kennarinn væri með umframgreiðslur. Hins vegar eru alls ekki allir (og reyndar bara mjög fáir) sem kenna svona lengi. Það getur vel verið að sumir kennarar kenni til 8 á kvöldin (og byrja ekki fyrr en undir hádegi í staðinn) en þetta er nú einu sinni það starf sem þeir völdu sér og vissu vel hvernig væri. Auk þess er þetta þáttur í starfi tónlistarskólans sem ekki er hægt að breyta vegna þess að fólk í tónlistarskóla er að sjálfsögðu í öðrum skóla/vinnu líka.
Ég tel mig ekki vera að láta prósenturnar blekkja mig, hvort sem þú kallar það leiðréttingu eða hækkun er þetta launahækkun og þó svo að það væri leiðrétting þá hlýtur fólk að sjá að það er einfaldlega ekki hægt að veita fólki yfir 50% hækkun á launum! Hver væru þá rökin fyrir því að gera það ekki við næstu stétt líka? Peningar vaxa einfaldlega ekki á trjánum og fólk verður bara að sætta sig við það!
Ég er ekki sammála þér í því að ef fólk hefur sömu/sambærilega menntun eigi það alltaf að fá sömu laun hvort sem vinnan er sambærileg eða ekki - að sjálfsögðu fara launin eftir vinnunni sem framkvæmd er en ekki eingöngu náminu.
Og já, ég mun að sjálfsögðu halda áfram að æfa mig á mitt hljóðfæri þó það sé verkfall í gangi - vegna þess að ég hef gaman af því að spila og lít ekki á það sem einhverja kvöð (enda myndi ég þá ekki vera að þessu almennt). Og ég er nokkuð viss um að ef ég ákveð að gerast tónlistarkennari þá á ég ekki eftir að fara fram á launahækkun á þeirri forsendu að ég hafi þurft að leggja svo ótrúlega mikið á mig; að æfa mig heima í öll þessi ár.
Og í lokin: gangi þér bara vel (og góða skemmtun) að æfa þig í verkfallinu - finndu þér nú eitthvað skemmtilegt jólalag til að æfa :)
Titta:
Auðvitað á að taka tillit til erfiðis vinnu og fjölda barna í kennslu þegar verið er að reikna út laun stétta. Varðandi það að það sé ekki einfalt að vera með 6 ára krakka í blokkflaututíma vísa ég í svar mitt við Falcon1 hér að ofan :) Bekkir grunn- og framhaldsskólanna þurfa nú ekki að vera neitt extra stórir til að þetta eigi við, þó þú sért bara með 15 manna 6 ára bekk í grunnskóla er það samt meira álag en að vera með eitt 6 ára barn í blokkflautukennslu! Meira að segja þó þú værir með 4 aðstoðarkennara; þá væri hlutfallið orðið 1 kennari á móti hverjum 3 börnum - 3 sinnum meira en í tónlistarkennslu. Bekkjarkennsla er líka í eðli sínu allt öðruvísi en einkakennsla; athygli barna, og þar með rólyndi þeirra, er meira þegar einhver hefur athyglina alla á þeim og er 100% að einbeita sér að þeim, þ.a.l. halda börnin sér við efnið sem er erfiðara í bekk með mörgum börnum. Það er því málinu óviðkomandi hvort að erfiðlega gengur að fá aðstoðarkennara inn í grunnskólana.
Ég er ekki að segja að það sé óréttlát að tónlistarskólakennarar fá sömu hækkanir og aðrir þjóðfélagshópar, en það er einfaldlega ekki það sem þeir eru að fara fram á.
Ég vil svo taka það fram svona í lokin að ég hef alls ekkert á móti kennurum eða að vel sé gert við þá en ég held að fólk verði bara að vera raunhæft!