Hér er ritgerð sem ég gerði fyrir Líffræði 103 í fyrra. Endilega leiðrétta og þannig ;)
—–
Síðastliðin 10 ár eða svo hefur hækkun hitastigs á jörðinni verið mikið á dagskrá. Og einmitt þá, fyrir ca. 10 árum, þá hafði ég aldrei heyrt um þetta fyrirbæri áður, “gróðurhúsa áhrif, hvað er það?”. Þetta sagði ég, litli pollinn þegar ég var lítill og saklaus.
Ég las first um gróðurhúsahárif í Lifandi Vísindi. Þá var verið að fjalla um eyðingu kóralrifja vegna hækkandi hita sjávar. Ég gerði mér enganveginn grein fyrir því hvað átt var við. Var verið að tala um að jörðinn yrði einsog gróðurhús? Með glerþaki og steikjandi hita? Að vissu leyti já.
Vegna gríðalegrar mengunnar frá okkur mönnunum þá hefur veðurfar jarðar breyst. Nóg er að nefna hitan hér á Íslandi. Fyrir 15 árum taldist það alger hitamolla ef það voru 20°C á sumrin, í dag er það sjálfsagður hlutur. Orsökin eru, einsog ég sagði, mengun okkar fólksins. Bílar eru í milljónatali á ferð í þessum töluðu orðum, mengandi andrúmslofið með útblæstri sínum, verksmiðjur dæla reyk í loftið nánast allan daginn, svo eitthvað sé nefnd.
Einsog sést á myndinni þá er jörðin ekki mikið frábrugðin gróðurhúsi. Jörðin er með lofthjúp sem gegnir svipuðu hlutverki og glerið í gróðurhúsunum. Hann hleypir sýnilegum sólargeislum auðveldlega í gegnum sig, en um leið gleypir hann eða heldur inni miklum hluta varmageislunarinnar sem berst frá yfirborði jarðarinnar. Þannig takmarkar lofthjúpurinn varmatap frá jörðinni. Og er það einmitt það sem nefnist gróðurhúsaáhrif. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrif þá væri meðalhiti jarðar vera í kringum -18°C, í stað +15°C, sem er meðalhitinn í dag. Gróðurhúsaáhrifin eru þannig forsenda fyrir lífi á jörðinni í núverandi mynd. En nú virðist annað vera uppi á teningnum. Einsog sagt er “allt er gott í hófi”
Talað er um að hækkandi hiti sjávar muni bræða flesta jökla heims, meira að segja Norðurpólinn líka. Og er það núþegar hafið. Grænlandsjökull er búinn að bráðna töluvert og fer ís Norðurpóls minnkandi með ári hverju. Við þessa bráðnun hækkar yfirborð sjávar töluvert. Ef allt fer eftir verstu spám, þá verður einhverjir hlutar Íslands undir sjó eftir 100 ár.
Einnig er talað um að ef hiti hækkar í sjónum, þá mun Golfstraumurinn hætta að berast hingað til lands frá Karabíska hafinu.
Karabíska hafið er grunnt og þar er mikill sólarhiti. Hafið verður funheitt. Heitt vatn leitar í kalt vatn. Þess vegna streymir hitinn norður. Sé hitinn að aukast, þá leitar straumurinn minna og minna í norður, því kuldinn er minnkar og minnkar. Og ef hann hættir alveg að berast hingað til lands. Ja þá verður bara ískalt hérna, einsog í Síberíu, allt kalt og freðið.
Ekki beint skemmtilegust lífskilyrðin, þá verð ég einsog allir íslendingar fluttir til Spánar.
Þá spyr maður sig, “hvernig er hægt að koma í veg fyrir þessi örlög jarðar?”.
Hægt er að framleiða vetnis- og rafmagnsbíla í stað bensín- og díselbíla. Því þeir menga alveg hryllilega mikið. Vetnisbílar hinsvegar frussa bara vatnsgufu útúr sér, sem er að öllu leiti meinlaus.
Einnig er hægt að nýta orku sem náttúran er að bjóða okkur. Einsog t.d. vindorka, það er nú nú þegar búið að virkja vindinn, en það væri hægt að gera meira af því. Vatns-, sólar- og sjávarorka er allt hægt að virkja til að framleiða rafmagn og orku fyrir milljónir. Mun vænlegri kostur en kjarnorkuver til að mynda. En af einhverjum ástæðum er fólk tregt til þess að koma þessu í verk.
Þessi stutta ritgerð fjallaði um hugsanleg örlög Íslands og jarðarinnar, ef ekkert verður aðhafst í sambandi við gróðurhúsaáhrif, mengun og spillingu.
Að lokum vil samt ég koma með eitt umhugsunarefni.
Olía er stór partur í mengun jarðar. Hún er bæði hættuleg ef hún kemst í sjóinn (í sjóslysum t.d) og líka við brennslu, þar sem gífurlega mengun verður. Og hvaðan kemur olían? Menn bora langt ofaní jörðina til þess að dæla henni uppá yfirborðið til að menga jörðina enn meira.
Þannig það má orða það þannig að jörðin sé að menga sig sjálf. Hún framleiðir nú þetta efni, og hlýtur svo skaða af. Við notum olíuna til þess að lifa, ekki framleiddum við hana. Það er einsog jörðin hafi verið að bjóða okkur uppá þennan mengandi orkugjafa alla tíð. Hún hefur bara verið að bíða eftir því að við höfum tæknina til þess að finna olíuna. Ekki veit ég hvað skal kalla það, en þetta er bara pæling.