Jamm, það er dansað á götunum í Kabul i dag.
Það er leikin tónlist. Bílar aka um göturnar með hátalarakerfi á fullu og leika þjóðlega Afghanska tónlist(sem var bönnuð) og fólkið dansar!

Rakarar hafa fullt að gera við að fjarlægja skegg.

Konur mega klæða sig að vild, ferðast einar um göturnar, ekki þörf lengur á að eiginmaður eða einhver karlkyns ættingi fylgi þeim hvert fótmál.

Konur mega fara að vinna, mennta sig. Ekkjur þurfa ekki lengur að betla, sjálfum sér og börnum sínum til framfæris.

Stúlkur mega sækja skóla.

Utanríkisráðherra Norðurbandalagsins býður Sameinuðu Þjóðunum að miðla málur milli ættbálka svo mynda megi þjóðstjórn, þar sem allir ættbálkar hafi sína formælendur.

Allt er þetta í rétta átt.

Samt hafa verið framin ódæðisverk. Talibanar, Arabar og Pakistanar, sem höfðu gengið til liðs við Talibana, hafa verið teknir af lífi án dóms og laga.

Svo er bara að vona að restin af Afghanistan verði fresluð undan járnhæl Talibana, en sem minnst mannfall verði.

Hófsömum Talibönum mun verða boðin aðild að komandi stjórn. Þetta er yfirlýstur vilji Bretlands, BNA og Pakistan. Allar 6 þjóðirnar sem eiga landamæri að Afghanistan leggja mikla áherslu á að mynduð sé þjóðstjórn. Þær eru samstíga í þeirri ósk.

Vonandi er ekki mikið eftir af þessu stríði. Því fyrr sem hægt verður að koma matvælum til sveltandi íbúa, því betra. Að Afghanir svelti ekki er líklega besta einstaka aðgerðin til að komast hjá átökum í framtíðinni.

Lengi lifi frjálst Afghanistan.
All is well as ends Better. The Gaffer.