Nú langar mig til að fá að vita eitt, í hvað fara skattpeningar mínir???.
Mér langar að segja ykkur soldið sem kom fyrir mig í gær og stafar eingöngu af mínum klaufaskap og engu öðru þannig að ekki koma með þau skot að þetta sé bara mín mistök og að ég geti sjálfur mér um kennt og allt það því að það veit ég sjálfur, en engu að síður gerðist svoldið í framhaldinu af mínum klaufaskap sem gerði það að verkum að ég fór að pæla í hvað skattpeningarnir mínir fara.
En svo ég haldi nú áfram með það sem ég var byrjaður á. Þannig var það að ég læsti lyklana mína inní bílnum mínum(klaufi) en ég fattaði það ekki fyrr en seint um kvöldið og þá þegar ég var að fara heim, en ég bý semsagt út á landi og var staddur í höfuðborginni. Þannig að nú voru góð ráð DÝR!!!!!!!!!!!!
Ég var auðvitað búinn að umturna öllu í kringum mig til að finna H*##“”$%# lyklana en fann þá hvergi en sá síðan inní bílinn að þeir voru þar, ég hringdi í lögguna og bað þá um að koma og opna fyrir mér en vitiði hvað löggan sagði, veistu nei þú verður að hringja á Vöku og byðja þá um að koma og opna fyrir þér, ég hringdi í Vöku og þar fékk ég þau svör að það myndi kosta 3500 kr að opna, 3500KR!!!!!!!!!! fyrir það að opna bíl, það tekur eina sek.
Ég sagði nei takk og hringdi aftur í lögguna og talaði við einhvern mann þar sem heitir Guðmundur og sagði honum frá því hvað hefði skeð, hann segir mér að hringja í Vöku og þegar ég segi við hann að ég sé ekki með pening á mér til að borga þessar 3500kr sem þetta kostaði og ég vissi ekki betur en að mínir skattpeningar færu í það að borga lögreglunni laun. Hann skellti á mig.
Eins og ég segi að þá veit ég ekki betur en að ég sé að borga þeim laun og þeir geta ekki hjálpa mér í eina sek. Ég þarf frekar að borga 3500 kr fyrir þetta.
Sorry en ég er bara soldið pisst og nú 3500 kr fátækari.