Í frétt veftímaritsins www.visir.is mátti sjá í dag að rasistar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna hafa notfært sér hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum til þess að hala inn nýja meðlimi. Þeir gera það með áróðri gegn aröbum og múslimum og reyna að láta alla araba og múslima líta út sem hryðjuverkamenn. Miðstöðin fyrir nýtt samfélag heita sex ára gömul samtök sem staðsett eru í Oak Park og eru 338 rasistahreyfingar í þeirri miðstöð. Rasistarnir hafa t.d. notað myndir af brennandi turnum í áróðursskyni fyrir því að loka Bandaríkjunum fyrir útlendingum og þá sérstaklega lituðum að ég held því að rasistar telja að fólk sem er af sama kynþætti og þeir séu ekki útlendingar.

Skýrsla var gerð um rasistana í þessum ríkjum og hét hún: ,,Ríki haturs: Hvít þjóðerniskennd í miðvesturríkjunum 2000-2001." og er þar lýst yfir að rasistarnir hafi staðið fyrir fjölmörgum mótmælum, opinberum uppákomum, dreifingu áróðursbæklinga og jafnvel nokkrum glæpum á undanförnum mánuðum að því er mannréttindasinninn Devin Burghart sagði.

Þetta eru leiðindafréttir og þær ber að taka alvarlega og við verðum að fræða fólk um það að arabar og múslimar tóku ekki þátt í þessum árásum né hafa á nokkurn hátt stutt þær fyrir utan örfáa menn sem þykjast vera múslimar og segjast styðja þessar árásir en enginn alvöru múslimi styður samt þessar árásir þar sem trú þeirra er friður og fordæmir svona verknaði og múslimar um allan heim hafa einmitt fordæmt þennan verknað. Mennirnir sem frömdu árásirnar voru heldur ekki múslimar heldur hreinræktuð illmenni. Þótt að þeir hafi verið af Arabískum uppruna þá er fáránlegt að dæma alla araba fyrir það t.d. hafa allir kynþættir átt sín illmenni líka og er beinlínis asnalegt að tengja heilan kynþátt við svona verk.