Hjúkrunarfræðingaskortur ógnar öryggi
Landlæknisembættið segir skort á hjúkrunarfræðingum ógna öryggi sjúklinga. Embættið tekur undir nýja skýrslu félags hjúkrunarfræðinga. Skortur á þeim sé alvarlegt vandamál sem fari versnandi. Samkvæmt skýrslunni vantar 582 til starfa núna. Árið 2015 séu horfur á að 750 hjúkrunarfræðinga vanti á íslenskar heilbrigðisstofnanir Þegar hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að fjölga hjúkrunarfræðingum t.d. geti nú yfir 150 nemendur hafið nám í hjúkrun við Háskólann á Akureyri og HÍ, frá og með þessu ári, en það sé ekki nóg því samkvæmt skýrslunni þyrftu þeir að vera upp undir 200.
Ég ætla ekki að kalla sjálfan mig sérfræðing í spítalamálum, en þessi frétt er eitt mesta bull og væl sem ég hef heyrt lengi.
http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/timaritpages/TE67B956AB9E4231100257213007D4297/$file/starfsemisupplysingar_sept_06.pdf
http://www.landlaeknir.is/Uploads/FileGallery/Utgafa/LSH_skyrsla_jan03_laest.pdf
Eftir að hafa skoðað aðeins inná heimasíðum þessum þá fann ég upplýsingar sem auðvelt er að heimafæra á það sem mig grunaði.
Það sem mér hefur lengi fundist er að hjúkrunarfræðingar eru ofmenntaðir. Þeir læra helvíti mikið miðað við hvað þeir gera oft helvíti lítið.
Þessa fullyrðingu ætla ég að rökstyðja með reynslu vina og vandamanna sem eru félagsliðar, sjúkraliðar eða ólærðir á sjúkrahúsum, öldrunarstofnunum eða heilsugæslum víðsvegar um landið.
Þeirra samróma álit er, og ég hef oft rökrætt um er að oft eru hjúkrunarfræðingar „nauðsynlegir“ í störf þar sem þeir nota menntun sína til einskins nema stjórna öðrum, en hafa þó ekki lært neitt um stjórnun og eða starfsmannamál. Kannski er það uppspretta óánægju þessara vina minna, hver veit.
Þó hef ég heyrt víða að það eru hjúkrunarfræðingar með mikilmennskubrjálæði (fáir svoleiðis en þeir skemma út frá sér) sem stjórna heilu deildunum með harðri hendi. Þetta á meira við í hjúkrun aldraðra en annarsstaðar, sökum þess að læknar skipta sér minna af daglegum rekstri þeirra deilda en á öðrum sviðum. (held ég).
Ég veit um dæmi þess að yfir-hjúkrunarfræðingur á deild sem er með ósjálfbjarga sjúklinga sem eru einstaklega erfiðir í ummönnun hafi mætt til vinnu og verið á tjattinu við aðra hjúkrunarfræðinga daglangt, með meðfylgjandi kaffisumbli og niðursetu, þær mundu þó eftir að útdeila lyfjunum, þó það hafi verið um klukkustund of seint. Á sama tíma voru sjúkraliðar og ófaglærðir sem sáu um alla hjúkrun og ummönnun tveimur færri en „leyfilegt er“. Þessi góða og örugga þjónusta er náttúrulega á ábyrgð þeirra sem voru í kaffi og árangurinn var því í þeirra nafni þó þær hafi ekki gert handtak.
Þetta hef ég heyrt að sé stórt vandamál víðsvegar, og sé einstaklega slæmt á Akranesi og Landakoti (byggt á orðrómi vina og vandamanna).
En já tölur af heimasíðunum sem ég vitna í hér í upphafi gefa til kynna að frá 1990 þá hafi…
Legudögum fækkað á LSH um 36%
Útskriftum fækkaði um 24%
Læknum hefur fjölgað um 18%
Hjúkrunarfræðingum hefur fjölgað um 13%
Ljósmæðrum hefur fjölgað um 15%
Sjúkraliðum hefur fækkað um 26%
Þjálfarar og rannsóknarfólk hefur fjölgað um c.a. 6-8%
Sálfræðileg og félagsleg ummönnun, starfsfólki fækkað um 38%
Annað starfsfólk (ófaglært) fækkað um 26%
Stjórnendum og skrifstofufólki hefur fyrir færra starfsólk og færri rúm, hefur fjölgaðum 27% (money well spent)
Á sama tímabili 1990 – 2001 var fólksfjölgun í Reykjavík 15% og 12% yfir landið allt.
Það sem er svo kjánalegt við þessar tölur er að, fækkun er í stéttum sem sjá um ummmönnun og hjúkrun, öllum nema hjúkrunarfræðingum.
Það eru tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðingar en sjúkraliðar, samt hefur fækkun um 100 sjúkraliða kæfandi áhrif á hjúkrunafræðingana, þá 100 bættust við.
Eina raun breytingin er skv. mínum kjaftasögum er að nú eru fleiri farnir að segja sjúkraliðunum og þeim almennu hvað þeir eiga að gera.
Á þessum síðum sem ég vitna í er greint vinnuálag á sviðum LSH, og hefur álag ekki aukist í samræmi við fækkun útskrifta og legudaga.
Því má álykta að þrátt fyrir fleiri og fleiri hjúkrunarfræðinga þá sé, þrátt fyrir fækkun legudaga og útskrifta, að fjölgun hjúkrunarfræðinga sé ekki að jafna álag, því öðru hjúkrunar og ummönnunar starfsfóli fer fækkandi.
Það undarlega er að í boði er nám sem fer milliveginn og tekur skemmri tíma en hjúkrunarfæði.
Öldrunarhjúkrun fyrir sjúkraliða
Geðhjúkrun fyrir sjúkraliða
Nýlega var samþykkt að stytta sjúkraliðanámið og því er loksins tækifæri fyrir LSH og landlækni að „redda sér“ hjúkrunafólki með því að hvetja fólk til að fara í það nám.
Það er þó ekki nóg, því þeim sem útskrifast þar verða að koma í stað hjúkrunarfræðinga á deildum sem sjá um aldraða og geðsjúka. Annars verður námið tilgangslaust og ávinningur LSH enginn nema hærri launakostnaður.
Við þessar aðgerðir losnar um hjúkrunarfræðinga sem gætu beitt kröftum sínum og menntun á mikilvægari stöðum innan LSH.
Það er í raun enginn skortur á hjúkrunarfræðingum, það er skortur á fólki sem getur hjúkrað öðrum, því er ekki spurning um að fjölga nemum í hjúkrunafæði eingöngu, heldur hvetja fólk til að læra öldrunar og geðhjúkrun.
Þá skiptir máli að þeir sem sérhæfa sig í hjúkrun aldraðra og geðsjúkran geti gert gagn innan LSH með því að fá að vinna við það sem þeir lærðu.
En já, LSH getur sparað launakostnað og nýtt starfsfólk sitt betur með því að endurskilgreina kröfur í störf og meta þann kostnað sem hlíst af þegar ráðin er “overqualified” manneskja í starf sem önnur minna menntuð og ódýrari gæti gengt…