Ég hef lengi verið að spá í ýmsum hlutum og ég ákvað að til þess að fá sálarfrið ætlaði ég að skrifa um það hérna á huganum…

1:
–Skoðanir
Eru skoðanir okkar stjórnaða af okkur sjálfum eða er það samfélagið sem er að stjórna því sem við “fílum”. Gott dæmi um það er Popp tónlistar-iðnaðurinn sem er meira á PR- en tónlistarnótunum. Þessi spurning spratt upp þegar ég var að lesa þessa ágætu grein sem fröken Laufa skrifaði hérna fyrir nokkrum dögum síðan. Þar lýsir hún því yfir að hún er búin að fá nóg af því að fólk er ósammála henni og kalla hana bara gelgju. Hún fílaði Britney S. og var mikill aðdáandi Davíð nokkurs Oddsonar. Hvernig fékk hún þessar skoðanir. Er það trendí að vera með sjálfstæðisflokknum? Er það kannski trendið sem er að stjórna því hvernig skoðanir okkar eru og þannig einnig hvernig við hugsum. En hverjir eru það þá sem eru að stjóra okkur? Eru það auglýsingarstofurnar? Hönnunarstofunar í París? Kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood eða ríkistjórninn?

2:
–Málfrelsi
Það var verið dæma í máli þar sem viss aðili þurfti að borga einhverja upphæð fyrri að segja skoðanir sínar í blaði. Þessar skoðanir voru taldar rangar af dómskerfinu og þótti ekki réttar. En samt er hluti af þjóðinni sem er sammála honum (án þess að þeir eru að öskra það mikið upp). Þeirra rökin fyrir því að þessi dómur var rétt var sú að hann var að “særa” hluta af íslensku þjóðinni með því að segja það sem honum fannst. Er það Ríkið sem á að dæma um hvað við megum eða megum ekki segja upphátt? Og er það ekki bara holt að umræða um þetta mál sem hann var að tala um kemur á yfirborðið, þótt að það er “sárt” að tala um það?

3:
–Aldur, stafsetning og skoðanir
Nú er ég ekki mjög góður í stafsetningu og málfari og eflaust eru það einhver ykkar sem munu móðgast yfir því hversu illa ég skrifa. Ég er heldur ekki mjög gamall og er talinn heldur ungur miðað við aðra hér á huganum! En skiptir aldur og málfar einhverju máli og á sá sem er ungur og lélegur í stafsetningu bara að halda sínum skoðunum fyrir sig? Er það ekki svolítil ritskoðun í því? Það hefur líka verið talað um hérna á huga að það er verið að dæma fólk eftir því hversu gamalt það er.. ef það er yngra en 18 er það talið sem gelgjur og ætti að fara og leika sér með legóið sitt. Þau hafa ekki aflað sér næga reynslu til þess að taka þátt í þessum umræðum sem “eldra” fólkið er að tala um.



Ég vil taka það fram að ég er ekki að lýsa yfir neinni persónulegri stefnu í þessum greinum heldur aðeins að varpa fram spurningar sem ég tel vera holt að fólk tali aðeins um…

Ég tek enga ábyrgð á stafsetningunni og málfari. Þið viljið tjá ykkur um það, þá vinsamlegast gerið það ekki hérna.

–Krizzi–
N/A