Má ég byrja á því að ég var ekki að tala um að fólk ætti að hafa sömu skoðanir heldur öfugt, að margir neituðu að trúa því að hægt væri að finnast eitthvað annað en þeim.
Mamma er fyrir Sjálfstæðislistann fyrst og fremst, en systir mín og pabbi og önnur ættmenni eru sósíalistar. Og ég var nú ekki beint að hylla stefnu D-listans heldur að benda á first impressions, að ég get ekki litið slæmu auga á D-listann núna eftir að þeir höfðu reynst mér vel og voru næs. Og það sem ég meinti líka að eftir þá grein þá fór fólk að reyna að móta hugsanir mínar, hugsaði líklega “Hún er bara 14, lofum einhvern annan flokk svo hún kjósi hann.”
Ef ég tek þá ákvörðun að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er það mitt mál og annað fólk á ekki að reyna að breyta því. (Það má að sjálfsögðu koma með mótrök, en ekki kalla mig öllum illum nöfnum og segja að það voni að ég vaxi uppúr þessari skoðun, þetta er MÍN skoðun)
Og ég var nú að tala um tónlistarhæfileika Britney Spears, en útlitið þarf auðvitað alltaf að skipta mestu ´máli..úff, því grunnhyggja. En þetta er þín skoðun, og gjörðu svo vel, haltu henni.
Kærar kveðjur,
Eyrún
Segðu það sem þú vilt við okkur, en hlustaðu þá á það sem við svörum. Ég er sammála því að við eigum að virða annara manna skoðanir, en samt fynst mér það skylda okkar sem manneskja í þessu samfélagi að bjóða andsmælandanum upp á þína hlið á malinu, með því að segja hverjar þínar skoðanr eru. Mér fynst ekkert að því að setja spurningamerki við það sem andstæðingurinn er að sega. Ef við virðum altof mikið orð andstæðingsis þá mundum við aldrei hafa eigin skoðun og við mundum aldrei draga skoðun til efa!
Síðan er það þetta með xD of “först ímpressjón”. Ég verð að segja að þegar þú sérð mynd af Göbels án þess að hafa heyrt neitt um hann þá munduru halda að hann væri barasta gúddí fílín gæji sem ríður bara konuni sinni. Ég er ekki að segja að afstaða þín er röng, en þú ættir aðeins að kynna þér betru þessi mál áður en þú öskrar þau upp.
Ég verð að viðurkenna að stefna xD er heldur aðlaðandi fyrir yngra ungafólkið (13-15,16 ára) sem á ekki við nein efnahagsleg né félagsleg vandamál að stríða. Minni skattar, meiri peningur. “Afhverju er ég að borga fyrir þessa aumingja á Hlemmi?? Þeir meiga fara í rasgat fyrir mér” hef ég oft heyrt sem rök hjá þessu fólki (þessi hluti af samfélaginu hefur sem betur fer ekki kosningarétt!).
Hvort viljið þið gera spítalana og félagskerfið betra, eða láta ísland vera #1 á einhverjum lista yfir ríkuststu lönd heims (og göð minn góður… er það sem við viljum, HANNES!).
Ég skil heldur ekki skilgreiningu þína á Animal farm? Það var ekkert að “Animalism”, það voru svínin sem eyðilögðu allt. Snowball var Lenín os Napoleon var Stalín, sem eyðilagði þessa frábæru framför í Rússlandi!
Aldurin hefur ekkert með málið að gera. En komdu samt með einhver betri rök en “Dabbi er kúl!”
–Krizzi–
0