Auðvitað á fólk að taka ábyrgð á eigin eyðslu, eins og þú segir.
En tilboðunum rignir yfir unglingana. Þeir vilja meina sjálfir að þeir séu komnir með fullþroskaðar skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Nota ´krassandi' lýsingarorð um allt sem þeim mislíkar eða líkar. Eiga þessir sömu ekki að sjá í gegnum þessi tilboð?
Auðvitað eru til hundruð ábyrgra unglinga, sem standa sig frábærlega, í námi, peningamálum, reka sinn eigin bíl, búa á Hótel Mömmu. Ekkert athugavert við það. Foreldrar eru til að hjálpa til við menntun barna sinna, a.m.k. fram að stúdentsprófi.
Svo var ég ekki að alhæfa. Ég tók svona til orða. Ég veit vissulega að ekki er hægt að dæma ákveðinn hóp eftir framferði lítils hlutar þess sama hóps. En ef meirihlutinn hagar sér ábótavant, er hægt að herma það upp á allan hópinn, en taka má fram að ekki eru allir undir sömu sökina settir.
Afsakið.
Skattalækkanir á fyrirtæki er ‘verkfæri’ til að auka atvinnu, ekki bara auka hagnað fyrirtækja. Þetta er útbreiddur misskilningur hjá alltof mörgum. Þetta er tíðkað um allan heim.
Það eru grundvallarmannréttindi að hafa atvinnu. Sum ykkar eru of ung að muna eftir síðasta erfiðleikaskeiði í íslensku atvinnulífi, ‘93-’96
Þá var mönnum sagt upp í hrönnum, boðin endurráðning á mun lægra kaupi. Kaupi sem var sambærilegt við atvinnuleysisbætur! Flestir tóku þessu, því það er einhvernveginn þannig að margir vilja ekki láta sjá sig inná ‘sossanum’ finnst það jafnvel niðurlægjandi.
All is well as ends Better. The Gaffer.
Lesið bókina hvernig Ísland geti orðið Ríkasta land í heimi!!!
Það er mikið tækifæri fyrir íslendinga að fara ekki í ESB. Þannig getum við búið til skattaumhverfi fyrir fyrirtæki sem eru þeim mun hagstæðari en ríki ESB. Hagræðing er af hinu góða svo lengi sem hún er ekki til að skerða grunn þjónustu við þegnana. Lína.Net, Perlan o.s.frv. passa ekki inní rammann ,,grunnþjónusta við þegnana". Því ætti hagræðing sem slík að vera af hinu góða. Niðurskurðurinn hjá RÚV o.s.frv.
Ríkistjórn Davís tókst á við svipaðann vanda og nú 1991 og leysti það mjög vel. Við höfum búið við mjög litla verðbólgu síðustu ár. Eftir að Seðlabankinn hætti beinum afsktiptum af genginu, nú ekki fyrir löngu, er mjög eðlilegt að hún hafi veikst. Framboð /Eftirspurn sagði einhver. Fyrir breytinguna var lagmarks og hámarksgildi sem Seðlabankinn hélt krónunni í og því var hún rosalega stabíl á móti til dæmis USD (alls ekki raunhæft gengi þá). Fyrirtæki eins og Norðurljós nýttu sér stabíla gengið með því að taka erlend lán á mun betri vöxtum en þekkist hér heima. Norðurljós og fleiri fyrirtækin í landinu fóru offari í þessu og skuldsettu sig upp fyrir haus. Það er staðreynd.
Það sem er að gerast í dag er að markaðurinn er að finna sinn jöfnuð. Fyrirtæki sem voru búin að skuldsetja sig í erlendum gjaldeyri líða mjög fyrir þetta. Auðvitað á gengi krónunnar að ráðast af markaðnum og auðvitað er þetta aðeins tímabil sem gengur yfir nú.
Evran er ekki lausnin. Við getum ekkert aðhafst í gengismálum ef aðstæður breytas í þjóðfélaginu tækjum við upp Evrúna. Fyrir land með ekki stærra hagkerfi en Ísland..væri það sjálfsmorð!
Við eigum að laða að okkur erlent fjármagn, búa til hagstætt rekstrarumhverfi fyrir erlend fyrirtæki hér á Íslandi sem er boðlegra en aðrar þjóðir bjóða.
Ég er sammála því að við verðum að passa okkur að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.
Álver er samt byrjun. Álver skapar okkur ótrúlegar tekjur fyrir landið. Þetta getum við öll verið sammála um. Ríkistjórn Davíðs sem svo margir gagnrýna á þessum blessaða vef var nú fyrir stuttu að stíga fyrsta skrefið í áttina að því að breyta umhverfi starfandi fyrirtækja á Íslandi svo að mikil hagræðing verði af. Lækkun tekjuskatta úr 30% niðrí 18%. Þetta er fyrsta skrefið. Hannes Hólmsteinn, vinur Davíðs, gaf út bók á dögunum með lýsingu á því hvernig Ísland gæti orðið ríkasta land í heimi. Hvernig? Einfalt með því að gera landið að skattaparadís fyrir erlend fyrirtæki og laða hingað erlent fjármagn! Ríkistjórnin virðist vera að horfa á þessa hluti.
Um leið og erlenda fjármagnið streymir til landsins styrkist krónan.
Þetta eru aðeins örfá atriði sem eru að hafa áhrif á krónuna núna og valda þessum ursla.
· Kvótavesenið á sjávarútveginum
· Stefnubreyting Seðlabankanns í gengismálim.
· Erlend fyrirtæki sem voru búin að fara offari við að skuldsetja sig. Mikið erlent fjármagn kom þessa leið inní landið og gaf til dæmis okkur tækifæri á bílalánum o.s.frv.
· Ferðaþjónustan er að dragast saman. Mikið búið að fjárfesta í þessum geira
· Inet fyrirtækin…þurfum ekkert að fara út í það neitt
Svo um leið og þessir hlutir fara að hafa áhrif. Fer keðjuverkun af stað. Allir fara halda aftur að sér svo krónan veikist ennþá meira.
Við erum með Topp ríkistjórn sem veit hvað þarf að gera til þess að snúa þessu við. Ég fagna því að ríkistjórnin hefur stígið þetta fyrsta skref með lækkun tekjuskatta og Seðlabankans við að lækka stýrivexti!
Ég vil einnig benda á að sértu, lesandi góður, lesblindur þá er undirritaður Sjálfstæðismaður.
0
Ég held að ég sleppi því að lesa bókina um hvernig Ísland geti orðið ríkasta land í heimi.
Það er vissulega göfugt markmið en það er ekki nóg. Það hefur sannað sig í gegnum tíðina að þegnarinir í sterkustu stórveldunum á hverjum tíma hafa oftar en ekki haft það bísna skítt.
Það á líka við um BNA þar sem gríðarlegur munur er á þeim fátæku og þeim ríku.
Þú segir:
“Þetta eru aðeins örfá atriði sem eru að hafa áhrif á krónuna núna og valda þessum ursla.
· Kvótavesenið á sjávarútveginum
· Stefnubreyting Seðlabankanns í gengismálim.
· Erlend fyrirtæki sem voru búin að fara offari við að skuldsetja sig. Mikið erlent fjármagn kom þessa leið inní landið og gaf til dæmis okkur tækifæri á bílalánum o.s.frv.
· Ferðaþjónustan er að dragast saman. Mikið búið að fjárfesta í þessum geira
· Inet fyrirtækin…þurfum ekkert að fara út í það neitt”
Kvóta vesenið hefur vissulega sitt að segja. Líklega aðallega vegna þess að sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að borga allt of mikið til kvótaeiganda. Og svo vissulega það að við erum að veiða(drepa) of mikið af fiski.
Ég held að það sé kominn tími á að setja þessa nefnd sem stjórnarandstaðan koma með tillögu um.
Stefnubreyting Seðlabankans er frekar afleiðing heldur en orsök. Seðlabankinn sá fram á það að geta ekki haldið krónunni uppi. Því tók hann burtu þau mörk sem krónan mátti ekki fara undir.
Sammála við erum allt of skuldug.
Er ferðaþjónusta að dragast samam? Hún hefur gert það í heild í öllum heiminum eftir 11.09. en ég hef heyrt fréttir af því að hún hafi aukist hér. Svo var krónan auðvitð löngu byrjuð að falla fyrir 11.09.
Netfyrirtækin eru nú ekki svo stór hluti hér á landi, en þó eru þau nokkur sem standa sig vel þrátt fyrir slæmt ástand.
Ég held að staða OZ hafi gefið fólki ranga mynd. Það hugsar að nú séu öll netfyrirtæki búin af því að OZ gengur illa. Ég held að OZ gangi illa vegna þess að það hefur varla klárað neina vöru sem það hefur byrjað á.
Svo hefur fólk fattað að þessi þróunarfyrirtæki færa sjaldnast skjótan gróða.
Dabbi hefur verið duglegur að eigna sér góðærið. En mér líst ekkert á hvernig hann tekst á við ástandið núna. Það er búið að benda honum á hvert stefndi lengi.
P.S. Hvernig hjálpar skattalækkun á fyrirtæki þeim fyrirtækjum sem rekin eru með halla?
Kveðja,
Ingólfur Harri
0
“P.S. Hvernig hjálpar skattalækkun á fyrirtæki þeim fyrirtækjum sem rekin eru með halla?”
Röng spurning, spurðu heldur hvað geta fyrirtæki gert, sem rekin eru með halla.
Þau geta skorið niður, endurskipulagt, hagrætt, minnkað framleiðslu, aukið framleiðni/mannár, sagt upp mannskap, lækkað laun þeirra sem eftir eru, eða lagt upp laupana.
Skattalækkum á svona fyrirtæki hjálpar því að komast yfir erfiðasta hjallann. Og gleymdu því svo ekki að það eru fyrirtækin sem veita flestum atvinnu, ekki ríkið.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
HALLÓ.
Skattalækkun á svona fyrirtæki hjálpar því ekki að komast yfir erfiðasta hjallann.
Það skiptir fyrirtæki engu máli hvort ríkið hirðir 30% eða 18% af hagnaðinum ef að hagnaðurinn er kr 0.-
Þetta var ekki röng spurning.
Þetta sem þú nefnir er allt vitað. Nú eru fjölmörg fyrirtæki í vandræðum. Og hvernig bregst ríkisstjórning við? Hún lækkar skatta á þau fyrirtæki sem eru ekki í vandræðum.
Kveðja,
Ingólfur Harri
0
Nú er bara borgaður skattur af hagnaði???!!!
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Varla borga þau skatta af tapinu.
0
Nei, en eru ekki borgaðir skattar af heildarveltu, ekki bara hagnaði. Er tekjuskattur ekki ákveðin prósenta af veltu? Ég rek ekki fyrirtæki, svo ég spyr bara.
Flugleiðir hafa verið rekin með tapi, en samt borgað skatta.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Ég hef ekki heyrt þetta berum orðum frá stjórnmálamönnum en ég hef stjórnarandstöðuna (sem þú tekur líklega ekki mikið mark á:) segja að þetta nýtist fyrst og fremst sterkustu fyrirtækjunum.
Ég hef líka heyrt að sum fyrirtæki færi bókhaldið sitt þannig að það sýni minni hagnað til þess að borga minni skatta.
Svo eru einhverjar reglur til um að rekstrartap sé hægt að nýta til skattaafsláttar þegar betur árar.
Flugleiðir færa okkur vissulega miklar skatttekjur þó svo að þeir borgi ekki tekjuskatt.
Virðisaukaskattur leggst á allt sem þeir selja hér á landi auk þess sem starfsmenn borga sían skatta.
Svo má tína til ýmsan kostnað eins og launatengd gjöld(einhverskonar tryggingar), flugvallargjöld og auðvitað hagræðið af því að hafa reglulegar flugsamgöngur þó þær séu dýrar.
Eins og ég segi þá er ég ekki með neinar opinberar upplýsingar fyrir framan mig en ég er 99% viss um þetta.
En ef þú finnur einhverjar opinberar upplýsingar sem kollvarpa þessu hjá mér þá skal ég éta hattinn minn;)
Kveðja,
Ingólfur Harri
0