Fréttablaðið, 24. mar. 2007 07:15
Berstrípaðir vegna tyggjóklessu á gólfi
Fólksbíll með fimm unglingum var stöðvaður af lögreglunni aðfaranótt sunnudagsins. Drengirnir, einn átján ára gamall og fjórir sextán ára, höfðu keyrt inn á aðrein strætisvagna við Hlemmtorg, sem er óleyfilegt.
Lögreglumennirnir sem stöðvuðu bílinn urðu varir við „grunsamlegar hreyfingar“ í baksæti bílsins og báðu um að fá að leita í bílnum. Bílstjóri veitti leyfi til þess. Hann og einn farþeganna voru handjárnaðir meðan leit stóð yfir.
Tyggjóklessa í álpappír undir sæti farþega vakti grun lögreglumanna um að ekki væri allt með felldu. Drengirnir voru því handteknir og færðir í fangageymslur.
Drengirnir fengu ekki leyfi til að hringja í foreldra sína, fyrr en klukkan tvö um nóttina að sá elsti fékk að hringja og lýsti hvernig fyrir honum var komið.
Móðurinni Guðrúnu Þórarinsdóttur var þá tjáð af lögreglumanni að ekki væri hægt að leysa drengina úr haldi, sökum þess að þeir hefðu verið teknir með „töluvert magn” fíkniefna, en enginn þeirra vildi játa á sig sök.
Drengirnir voru berstrípaðir um nóttina og á þeim leitað. Þeir segjast hafa gist kaldar fangageymslur á nærbuxum einum fata. Á sunnudaginn voru piltarnir síðan leystir úr haldi, án nokkurra skýringa.
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn staðfestir þessa frásögn, fyrir utan að honum er ekki kunnugt um að drengirnir hafi ekki fengið föt sín um nóttina.
Geir hélt fund með nokkrum foreldranna á mánudaginn og baðst þar afsökunar á framferði lögreglumannanna. Geir segir þá hafa sýnt af sér fljótfærni og ónákvæmni. Lögreglumönnum beri að hringja í foreldra allra handtekinna undir átján ára aldri. Vinnubrögð lögreglunnar hafi að auki ekki verið í samræmi við ætlaðan glæp. „Þó að þetta hefðu verið fíkniefni, þá er það að mínu mati ekki ástæða til að handtaka fimm einstaklinga, það er alveg ljóst,“ segir hann.
Aðspurður hvort lögreglumennirnir verði áminntir, segir Geir Jón að það hafi verið talað við þá og farið yfir atburðarásina. Verði málið hins vegar kært, fari það í annan farveg.
Guðrún segist ekki ætla að kæra lögregluna, en hún segi frá uppákomunni til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. „Þetta er ömurleg framkoma við börnin okkar. Þeir sýndu engan mótþróa og voru settir í handjárn. Þeim var skellt á húddið á bílnum og einn er með mar á bakinu eftir það. Þetta er eins og múgæsingur lögreglumannanna og þeir tröðkuðu á réttindum strákanna. Hvernig eiga strákarnir að geta treyst lögreglunni eftir þetta?” spyr Guðrún.
Ég mátti til með að senda þessa frétt inn hér, þetta sýnir starfsaðferðir lögreglunar í Reykjavík.
Maður verðru bara BIT.
Ok þeir keyrðu inn á aðrein fyrir Strætisvagn, og það er nátturulega bannað, en eftir breytingarna, var það einhverntiman sagt frá þessu í blöðum ?? og þetta var aðfaranótt sunnudags, og ekki gengur strætó á nóttunni.
Þetta eru mennirnir og konurnar sem maður á að treysta. Maður fer að VAN-treysta þeim.
Þessi 18 gaf þeim leyfi að leita en hinir voru handjárnaðir fyrir hvað ?? og hin meinta tyggjóklessa “Stórfellt fíkiefni”
reyndist svo vera tyggjó. Og bara af því að það fannst á gólfinu í bílnum þá ályktu þeir þetta vera dóp.
Maður verður þá héðan í frá að passa sig á því að vera með tyggjó í bílnum.
Og hvaða er hún að hugza um að EKKI kæra. Ef þetta hefði verið sonur minn sem hefði verið þarna hefði ég fengið áverkavottorð og kært þetta. Þarna tel ég að ríkislöggumann hafi sýnt linkind að ekki víkja þeim úr starfi heldur “Strákar mínir þið munið að gera ekki svona næst”
Hvað þarf til DAUÐI einstaklings eða misþyrmingar lögreglu til að starfsmenn hennar verða reknir ??
Kæra Guðrún: (Móðr eins stráksins) Viltu kannski að þetta komi fyrir aftur ??? Ef ég væri þú myndi ég endurskoða mál mitt og kæra þetta, eins að fara og fá áverkavottorð.
Mig langaði bara til að hella út skálum reiði minar.