Mig langar að vekja athygli ykkar á slæmri stöðu hárgreiðslunema í landinu. Um þessar mundir eru hárgreiðslunemar að berjast fyrir betri kjörum og það var tími til kominn, þeir hafa verið með lausa samninga í næstum fimm ár, á meðan laun þeirra hafa staðið í stað. Í dag eru hárgreiðslunemar með lægstu laun allra iðnnema eða 43.582 kr. á mánuði í 100% vinnu. Sem er skammarlegt og hreint útsagt fáranlegt. Þeir eru einnig ein lægst launaðasta stétt landsins ef ekki sú lægst launaðasta.
Lágmarkslaun á íslandi eru 85.000 kr. á mánuði samkvæmt kjarasamningum, sem er tæplega tvöfalt meira en byrjunar laun hársnyrtinema.
Ef nemalaun hefðu haldið áfram að hækka í réttu hlutfalli við laun sveina ættu launin á fyrsta ári að vera 64.678 kr. á mánuði.
Það er ekki hægt að ættlast til þess að einstaklingar geti lifað við svona ástand. Ég segi bara gerið allt sem hægt er til að láta leiðrétta þetta misrétti, farið í hungur verkfall eða stelið öllum skærunum sem eru á stofunum ykkar. Bara geriði eitthvað !!! :)
Áfram hárgreiðslunemar !!!