Skv. útgefinni reglugerð menntamálaráðuneytisins ,,um samræmda stafsetningukennslu í grunnskólum og menntaskólum“(mig minnir að hún heiti þetta) þá er tekið fram að reglugerðin sé hugsuð sem leiðbeiningar fyrir kennara og nemendur. Það er ekki til nein lög sem segja fólki hvernig beri að skrifa og stafsetja. Aftur á móti hefur í gegnum tíðina almennt verið samþykkt að fylgja þessum ágætu reglum. Einu skiptin sem það er í raun skylda að nota þessar reglur er þegar nemendur sitja í stafsetningarprófi eða á dóms-og lagaskýrslum. Okkar ágætu fjölmiðlar fylgja ekki þessum reglum út í hörgla, hvers vegna er okkur þá eitthvað frekar skylt að fylgja þeim? Nú, ef við viljum að fólk skilji okkur þá er betra að hafa einhverja samræmingu milli skrifa okkar.
Við erum öll misjöfn að gerð og upplagi. Sumir eru góðir að reikna, aðrir góðir að teikna og enn aðrir eiga auðvelt með að stafsetja. Höfum þetta í huga. Það þarf endilega ekki að vera neitt ,,diss”(afsakið orðavalið!) þó að einhver úti í bæ finni eina, tvær stafsetningarvillur í texta eftir ykkur, það er ekkert nema eðlilegt(ég myndi ætla að það væru amk. 5 villur í þessum texta sem ég kem ekki auga á!).
Mig langar samt, sem áhugamaður um íslenskt mál, að biðja ykkur sem lesið þetta bréf, að hafa í huga þegar þið skrifið að einhver á eftir að lesa það. En í guðanna bænum, skrifið!! Og skrifið mikið, þó svo að þið fáið að heyra af einhverjum stafsetnigarvillum eða álíka villum. Oftast nær er þetta bara klaufaskapur og skiljanlegur sem slíkur, en stundum lærir maður eitthvað nýtt.
Kveðja
;)