Bismillahir rahmanir raheem
árið 570 eftir krist var maður fæddur að nafni Múhammeð. Hann er aðalega þekktur fyrir að hafa verið seinasti spámaður Guðs í langri röð spámannna. Sá fyrsti var Adam, sá seinasti Múhammeð.
Gabríel Erkiengill opinberaði Múhammeð vilja Guðs í gegnum 22 ár. Fyrst í borginni Mekka síðan í borginni Medína.
Þessar opinberanir voru ritaðar niður af lærlingum Múhammeðs í bók sem kallast Kóraninn sem er “þriðja bók biblínunar”, eða nýjasta testamentið á eftir “nýja” testamentinu.
Kóraninn er skiptur í bækur, eða Súrur. Þær eru 114 talsins. Hérna eru nokkur brot af mínum uppáhalds versum sem ég get lesið aftur og aftur án þess að fá leið á þeim.
2. Súra
(Opinberun í Mekka)
Í nafni Allah hins náðuga og miskunnsama
Vers 8-13
“Til eru þeir sem segja ”Vér trúum á Allah og hinn Efsta dag,“ en þeir trúa ekki.
Allah hyggjast þeir blekkja og þá sem trúa, en þeir blekkja einungis sjálfa sig, þó svo þeir skilja það eigi.
Þeir eru sjúkir á hjarta, og Allah lætur þeim elna meinið. Hegning þeirra mun hörð, því þeir lugu
Þegar við þá er sagt ”Fremjið eigi illvirki á Jörðu“ þá svara þeir: ”Vér flytjum aðeins frið“
En víst eru þeir illvirkjar og það skilja þeir ekki.
Og þegar við þá er sagt ”Trúið svo sem aðrir trúa“ þá svara þeir: ”Eigum vér að trúa svo sem heimskingjar trúa?“ Heimskingjar eru þeir sjálfir að sönnu, en það vita þeir eigi”
3. Súra
(Opinberun í Mekka)
Í nafni Allah hins náðuga og miskunnsama
Vers 59
“Jesú er í augum Allah sem Adam. Hann skóp hann af dufti og mælti til hans: ”þú skalt verða!“ og hann varð”
108 Súra
(Opinberun í Mekka)
Í nafni Allah hins náðuga og miskunnsama
“Vér höfum gefið þér nægtir alls.
Tilbið þú Drottin þinn, og fær Honum þakkarfórn.
Sá sem hatar þig skal vonlaus verða”
9 Súra
(Opinberun í Medínu)
Vers 30-31
“Gyðingar segja að Esra sé sonur Allah, en kristnir menn segja að Messías sé sonur Allah. Þetta staðhæfa þeir og líkja þar eftir þeim sem áður fyrr voru vantrúaðir. Allah formæli þeim! Hversu mjög hafa þeir vikið af vegi sannleikans!
Þeir dýrka presta sína og munka, og Messías son Maríu, sem Guði við hlið Allah, þó að fyrir þá væri lagt að tilbiðja aðeins einn guð. Enginn er Guð nema hann!
Heilagur er Hann og hafinn yfir þá sem jafna til Hans.”
109 Súra
(Opinberun í Mekka)
Í nafni Allah hins náðuga og miskunnsama
“Seg þú: ”Þér vantrúaðir,
Ekki þjóna ég því sem þér dýrkið
og ekki þjónið þér því sem ég dýrka.
Ég mun aldrei þjóna því sem þér tilbiðjið
og aldrei munuð þér þjóna þeim sem ég tilbið
Þér hafið yðar eigin trú, og ég hef mína“”
Það er erfitt að velja. Versin eru einfaldlega of mörg sem að veita mér innblástur og styrk í mínu daglega lífi. Ég set væntanlega inn fleiri þegar ég fæ tíma :)