Lengi vel hef ég haft þá trú að Íslam væri það trúarbragð sem vex hvað mest í heiminum í dag.
En mig langaði að vita hversu hratt og hversu margir þeir væru og svo framveigis.
Eftir að hafa skoðað málið komst ég að því að ekki er allt sem sýnist.
Ég velti því fyrir mér hvað til dæmis margir múslimar búa í Bretlandi… Þeir eru um 1.6 mil.
http://www.britishembassy.gov.uk/servlet/Front?pagename=OpenMarket/Xcelerate/ShowPage&c=Page&cid=1101390902975
Ég bjóst reindar við 5 eða enn hærri tölu.
Svo fór ég að spá í Afríku. Hvað ætli múslimum fjölgi hratt þar.
Þá rakst ég á þetta myndband a youtube sem er tekið úr viðtali á Al-Jazeera:
http://www.youtube.com/watch?v=oVAxMp8Jpa8
Þetta kom mér í opna skjöldu. Og sú staðreind að Íslam hafi farið úr því að vera stærsta trúarbragð Afríku yfir í annað sæti.
En eitt kom mér á óvart við þessa leit mína, hvað það er mikið um lygar og falskar tölur í þessu samhengi.
Jerusalem Post til dæmis, lýgur alveg svakalega mikið um þessi málefni.
Ef ég man rétt eiga gyðingar það blað? Þannig ég sé ekki bara að segja að svona lyga sögur séu einhvað múslimum bara að kenna.
http://www.jpost.com/servlet/Satellite?cid=1167467792048&pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull
Þessi grein sem dæmi bara. Háar sléttar tölur og ekki nefnt hvaðan þær eru teknar.
Um 1.5% Pakistana eru kristnir og margir þar eru samt skráðir sem múslimar.
http://en.wikipedia.org/wiki/Persecution_of_Christians
Vissu þið að frá aldamótum hafa rúm 3% skráð sig úr Þjóðkirkjunni en 4% úr félagi Múslíma á Íslandi. hagstofan.is
Ég gæti svosem haft þessa grein helvíti langa, en ætla samt bara að enda hana hérna og leifa ykkur að dæma sjálf og svo gefa ykkur gott ráð.
Ef þið viljið vita hver fjöldi múslima er í einhverju landi, þá er best að fara inná vefi ríkistofnanna í viðkomandi landi.
Ekki lesa bara einhvað rusl eftir einhvern Múslimskan öfga mann. (Ég gerði það of oft og hef þessvegna haft ranghugmyndir um þetta lengi.)