Ég óska hér með eftir að komast í viðskipti við banka sem krefst EKKI auðkennislykils til að komast í netbanka.
Nú er mælirinn fullur. Ég veit notendanafnið mitt, lykilorðið, leyninúmerið en þarf að draslast með auðkennislykil með mér hvert sem ég fer, sem auðvitað gleymist. Hagræðið að því að geta komist í banka úr hvaða tölvu sem er og hvenær sem er horfið.
Það að ekki sé hægt að losna undan þessu aukna öryggi er fáránlegt. Ef ég er tilbúinn að taka fulla ábyrgð á úttektum úr heimabanka mínum þá á það að sjálfsögðu að vera mitt val.
Frekar pirraður… sérstaklega með “Til að mögulegt sé að nota SMS varaleið þarf að stofna hana í Einkabankanum. SMS varaleiðin er opin í 3 sólarhringa eftir fyrstu notkun. Eftir þann tíma getur þú aðeins skráð þig inn í Einkabankann með auðkennislyklinum þínum.”
Ekki hægt að nota varaleiðina jafnvel þó að ég sé rukkaður sérstaklega fyrir hvert SMS sem ég fæ útaf þessu.
Kveðja,
Xavie