Ég ákvað fyrir stuttu að gera grein um þetta mál vegna þess hversu mikið maðurinn er misskilinn. Það kom hingað inn korkur sem er hægt að skilja sem að Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri Grænna segji að bannað sé að skoða klám en sagði hann það?
Egill spurði hvort það ætti að fara lengra með að stöðva klám. Steingrímur svaraði orðrétt:
“Jú ég vil gera það” sagði formaðurinn og bætti við, “Ég hef allan tíman verið á móti því að þetta sé leyft hér í landinu” Svo sló hann upp málshátt og talaði um Hjörleif Guttormson sem var sá eini sem talaði á móti kláminu á sínum tíma og það var hlegið að honum. Svona hefur nú tíðarandinn breyst bætti hann við.
Egill stamaði upp úr sér nýrri spurningu sem hljómaði í þessa átt. Villtu grípa til ráðstafana til að takmarka klám á netinu? Steingrímur svarar orðrétt. “Já ”absalút". Ég vil stofna hér netlögreglu sem meðal annars hefur það hlutverk til að stöðva klámdreifingu á netinu". Svo talaði hann um að leggja ætti niður súlustaði nektarstaði, ef hann fengi að ráða þá væru þeir annarstaðar.
Egill lokar þessu máli og spyr Steingrím út í umhverfismálin.
Mikill misskilningur hefur verið að hann vilji stofna lögreglu sem skoðar nákvæmlega hvað allir eru að skoða á netinu. Hann nefndi aðeins að það ætti að stöðva klámdreifinguna. Það eru íslensk lén sem hann er að tala um sem hann vill leggja niður.
Þessi örfáu orð hafa verið misskilin allt allt allt of mikið. Það er mikill meirihluti þjóðarinnar sem stendur á sömu skoðun gagnvart kláminu og sást það hvað mest þegar hætt var við klámráðstefnuna. En þess má geta að engum var bannað að koma í landið heldur hótelið sá það að það myndi missa viðskiptavini ef það hleypti þessu fólki inn á hótelið.
Vonandi hefur þetta svarað einhverjum spurningum og komið í veg fyrir frekari misskilning.