Mig langar til að benda ykkur á smá mál sem er búið að hrjá okkur skrautfiskaeigendur í marga mánuði, en það er bann á innflutningi á fiskafóðri frá Bretlandi vegna gin og klaufaveiki.
Um er að ræða frosinn mat eins og blóðorma, skelfisk, rækjur og fleira sem er dauðhreinsað með gammageislun. Í fyrsta lagi er nú frekar langsótt að þessi veiki getið borist í búfénað hérlendis í gegnum fiskafóður, en það sem er virkalega fáránlegt er að allt þetta fóður frá þessum tiltekna aðila (fyrirtæki sem heitir Tropical Marine Center sem hefur einkaleyfi á þessu framleiðsluferli fiskafóðurs) er dauðhreinsað í verksmiðju sem Breska ríkið á og rekur. Þetta ferli fer þannig fram að maturinn er geislaður með gammageislum sem eru framleiddir með einhverjum geislavirkum ísótópum. Þetta ferli drepur ALLT kvikt og ekkert á að geta lifað þetta af, þetta er víst þekkt sem ein besta sótthreinsiaðferð sem þekkist í heiminum!
Þetta bann er búið að standa yfir í marga mánuði núna og er ekki aflétt nema það líði 3 mánuðir (eða 6 mán., man það ekki alveg) frá síðasta tilfelli gin&klaufaveiki. Sem sagt, þar sem það eru stanslaust að koma upp ný tilfelli þá mun þetta líklega aldrei lagast nema við tökum til hendinni og mótmælum þessu!
Í fyrsta lagi eru ENGIN rök fyrir þessu banni, Breska ríkið er búið að senda bréf til okkar ríkisstjórnar þar sem þetta er útskýrt en þeir hunsa þetta ennþá, og hver er ástæðan?
Við erum búin að setja upp undirskriftarlista sem mér þætti mjög vænt um ef fólk myndi skrifa á til að hjálpa okkur í þessari baráttu, þarna á síðunni er líka linkur á síðu með umræðu um þetta efni og nánari upplýsingum.
Síðan er staðsett hérna (bara einföld síða, ekkert voða flott)
http://www.icm.is/siggi/gamma/
Með von um góðar undirtektir og fyrir hönd margra skrautfiskeigenda,
Sigurður G. Gunnarsson.