Sem fyrrverandi hernemi lyfti ég glasinu mínu fyrir þennann hugrakka 22ja ára pilt sem er núna að fara í eitt umdeildasta stríð fyrr og síðar. Frá bresku sjónarmiði myndi mér líða frekar vel sem hermaður að vita það að ríkisstjórnin mín er ekki bara að ákveða það að senda æsku þjóðar minnar í stríð, heldur er hún að senda sín eigin börn líka. Kannsi er þetta nátturlega í fjölskyldunni, frændi hans Andrew flaug fyrir sjóherinn í stríðinu gegn Argentínu, pabbi hans, Charles var í RAF og afi hans var í seinni heimstyrjöldinni sem sjóliði. En sama hvað ástæðan er finnst mér þetta mjög mikil hugrekki.
Og þá kemur upp spurningin; hvar eru nú eiginlega Bush dæturnar?? Enn og aftur höfum við heyrt sama ruglið og þetta stríð í Írak, en ég segi að ef þú hefur völdin til að senda annarra manna börn í svona helvíti og ávkeður að nota þau, átt þú að gera það líka. Þetta er kannski ekki vinsælasta stríð í heimi og ég geri mér vel grein fyrir því að endalausar áskanir eiga ekki eftir að leysa þennann vanda, en þessi hræsni í þessum stjórnmálamönnum fer svo mikið í taugarnar á mér að maður á mjög erfitt með að líta framhjá því. Rétt eins og prinsinn sagði: “Ég ætla ekki að setja mig í gegnum Sandhurst bara til þess að sitja heima á rassgatinu, meðan það eru aðrir að berjast og deyja fyrir þjóðina mín” - Heyr, fokking Heyr. Prinsinn hefur að sjálfsögðu átt umdeilda sögu, t.d. nasista skyrtan og drykkjuskapurinn, en hann er a.m.k. að bæta fyrir það og sýna almennilega mennsku. Á sama tíma eru tvær systur sem gera ekki annað en að djamma og skapa vandræði, þær eru ekki einu sinni að vinna!
Ég óska prinsinum góðs gengis meðan hann er langt frá heiman í orrustu fyrir hvaða málstað sem er breytt aftur og aftur. Og ég þakka Bretunum fyrir að gera eins og við segjum hér fyrir vestan;
“Put your money where your mouth is”
Thank you very nice
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”