Ég hef verið að fylgjast með fréttum síðan turnarnir tveir hrundu á world trade center, og það sem vekur athygli mína er að það er ekkert talað um og velt fyrir sér ástæðuni sem osama bin laden á að hafa fyrir að skipuleggja slíka árás.

ég rakst á síðu. http://www.whatreallyhappened.com/ sem fjallar um þetta mál. hún virkar stundum og stundum ekki. hver sem ástæðan er fyrir því. en þar kemur fram vangaveltur um að þessu hafi verið komið yfir á talebana, t.d komið með rök eins og að öryggismyndavélar í flugstöðinni sýna bara einn mann sem er með asískt útlit og er um borð í vélinni.

Svo vekur það líka upp stórt spurningarmerki að þessar miltisbrands sendigar eru taldar koma frá bandarískum öfgamönnum, gæti ekki alveg eins verið að þessir sömu öfgamenn hafi skipulagt flugránin. og notað fölsuð skilríki og breitt nöfnunm í nöfn líka Afgönskum nöfnum.,

þar er líka talað um á þessari síðu, að raunveruleg ástæða árásana er sú að bandaríkjamenn hafa verið að kynda undir óeyrðir í heiminum. t.d með að gefa talibönum vopn á sínum tíma. en hættu því svo skyndilega. og þá að ástæðan sé margþættari en sú að einhverj brjálæðingur sem kallar sig osama bin laden og á fult af peningum og leiðist óskaplega , og að hann hafi ekkert annað að gera en skipuleggja hriðjuverk allan daginn.

svo ég held að hver hugsandi maður spyrji sig. hver er ástæðan fyrir því að einhver geri svona. það hlítur að vera orsök og afleiðing að öllu. og það er en meira athyglisvert að það er eingin umfjöllum um þessa hlið málsins. svo í raun fer maður lika að spyrja sig, eru fréttirnar sem við fáum séu ritskoðaðar og breitt svo raunverulegur sannleikur komi ekki í ljós.

Í heimstyrjöldunum tveim þá var þetta þekkt áróðursaðferð. að senda úr falskar fréttir og þar með vinna stuðning á fölskum forsendum, og eða draga úr baráttuþreki andstæðingsins.
Er eitthvað svipað í gangi î dag ?