Ég vona það að þið fyrirgefið mér fávisku mína með þessum skrifum, en það virðist vera svolítið áberandi í flestum skrifum hér (sem og á svo mörgum öðrum stöðum) að flest þurfi að sigla sinn lygna sjó! Það virðist vera fólki tamt að sætta sig við stefnu ákveðinna mála, t.d. er oft nefnt að það sé “eðlileg þróun”, “óumflýjanlegt” og fleiri svona spekingsleg tilmæli.
Mér er þó furða, og spurn, hvort þetta eigi þá að vera al-gilt í okkar nútíma þjóðfélagi? Nú, er ekki “eðlilegt” að þegar manneskja fær t.d. hjartaslag, þá er viðkomandi manneskja dauð? Eða hvað. En ef við lífgum hana við? Er það ekki einmitt að breyta gangi mála, sem annars hefðu farið sinn hefðbundna veg? Ættum við kannski að segja, í næsta skipti þegar einhver fær slag, “blessaður leyfðu honum að eiga sig, þetta hefur allt sinn vanagang!”.
Ég veit að dæmið er fáranlegt til samanburðar, en svo finnst mér einnig um þessa “pólitísku kurteisi” sem virðist vera yfirþyrmandi þessa dagana!
Eigum við að segja og standa á okkar meiningu, eða erum við hauslausar hænur með engar “raunverulegar” eigin skoðanir?
Hverjum erum við að þóknast?