Enn og aftur hristir maður hausinn yfir þessum nýjum hneykslismálum og maður spyr af hverju í báðum þessum tilvikum er þetta að koma upp núna af hverju ekki löngu fyr ?
Varðandi Breiðuvík er kannski skyljanlegra af því að þetta gerðist fyrir svo löngu og hugsunarhátturinn allt annar, um kynferðisofbeldi var bara ekki talað þá og strákum kennt að bíta á jaxlinn og harka af sér.
Þetta er mun óskyljanlegra með Byrgið, maður hélt að svona skandall læki strax út og yrði blaðamatur, að einhverjum vistmanni ofbyði og segði frá þessu, hafði Guðmundur kannski svona rosalegt tak á öllu þessu fólki ?
Ég ætla að vona að blaðamenn fari í saumana á Birgismálinu og skoði sérstaklega þátt manna tengdum Framsóknarflokksins, dularfull fasteignakaup þeirra á sýnum tíma á fasteigninni sem Birgið var sett í er “skýtalyktarmál”. Man einhver eftir þegar þetta var keypt án góðra skýringa um árið, líklega að greiðasemi, en svo þurfti að finna not fyrir staðinn og ég hef heyrt að Birgismönnum hafi verið lofað gull og grænum skógum ef þeir flyttu, en þeir voru bara ánægðir að perrast í Rockville. Ef þetta er svona er það góð skýring á því af hverju skýrslum um skandalinn þarna var stungið undir stól, það er skelfing að sjá þessa ömurlegu þingmenn Framsóknar þykjast taka ábyrgð í þessu máli en bera af sér sakirnar um leið.
Og það fer lítið fyrir hinum fyrrverandi erfðarprins Árna Magnússyni, honum tókst að gera mikið af sér á sýnum tíma í þessu máli og t.d. lánavitleysunni sem gerði húsnæði rándýrt, hann og Halldór Ásgrímsson eru tvö mestu fífl sem hafa sést í stjórnmálasögu Íslands.
En stjórnmálamenn og ýmsir undirsátar í báðu þessum málum bera af sér ábyrgð, jú þeir voru þarna en það var alltaf annar sem var æðri svo þeir gátu ekkert gert, allir lítið hjól í stórri vél, enginn einn ber ábyrgð. Þó ekki sé glæpunum saman að jafna þá mynnir þetta á afsakanir undirsáta nasista sem báru af sér sakir á svipaðan hátt, það var alltaf einhver ofar og þeir voru bara verkfæri.
Mér finnst alltaf meira og meira að Íslendingar séu fífl og fávitar, sérlega á hinu lága Alþingi, það þarf að fækka þeim á e.h. hátt.