Það fyndna við Ísland er að við erum einungis 300 þús. manna þjóð en samt tókst þremur bönkum (Kaubþing, Landsbankinn og Glitnir) að ná svo miklum gróða, að ef við tökum heildarupphæðina og deilum henni niður á hvern dag árið 2006 voru þeir að hala inn 145 milljónum á dag!
Fyrir utan það þá er Ísland þannig að ríkur verður ríkari og fátækur verður fátækari. Meðað við undangengin óraunhæf matvöruverð, skatta, vexti, tryggingar og bensínkostnað.
Segjum meðal hjón með tvo börn í Reykjavík, fá hvort fyrir sig 150 þús í mánaðarlaun hver mánaðarmót. S.s 300 þús í heildarmánaðarlaun. Ef þau eiga ekki íbúð og þá helst 3-4 herbergja íbúð sem undir venjulegum kringustæðum hér kostar í það minnsta 23 milljónir, verða þau að leigja sér íbúð, sem maður getur reiknað með að kosti um 130-150 þús. á mánuði.
Nota bene, helmingur af laununum farinn, bara fyrir húsaskjól. Matvöruverð er náttúrulega gjörsamlega útí hróa, enda fyrirfinnst ekki hærra matvöruverð en hér á Íslandi. Getum reiknað með allavega 70-80 þús það er um 500-600 krónur á mann á dag fyrir mat.
Nú eiga þessi hjón eftir 70-80 þús eftir til að eiga fyrir bílarekstri, internetið (Virðist víst nauðsynlegt fyrir venjulegt fólk sem er á vinnumarkaðnum) föt(börn eru yfirleitt lögð í einelti ef þau ganga ekki í flottum fötum), dagmömmu eða leiksskólagjöld. Afmæli, jólagjafir, fermingar. Einnig sjúkrakostnaður, ef barnið verður veikt, það er nú bara 1700 kr (Minnir mig) fyrir heimsóknina, tala nú ekki um kostnað fyrir lyfin.
Ég er bara ekkert hissa þó að Íslendingar taki sér lán til að redda sér og sínum bara til að lifa þokkalegu lífi, en maður þarf að sjálfsögðu að borga lánin til baka með háum vöxtum.
Svo geta sumir sem eiga það gott bara pantað, Elton John til landsins til að spila í afmælinu sínu. Persónulega finnst mér bara verið að gefa fólkinu sem virkilega vinnur fyrir sér og sínum fingurinn. En það er bara mitt álit.
Hugsið ykkur ef að um 400 ríkustu menn landsins myndu sjá af sér 5000 kr hver mánaðarmót, myndi það jafngilda 2 milljónum kr, sem gætu verið útlhutað til einhverrar fjölskyldu sem væri með buxurnar á hælunum og virkilega hjálpa þeim, það jafngildir 12 fjölskyldum á ári sem minna mega sín. En ætli þeir þurfi ekki að borga bensín á Hummerana sína og svoleiðis.
Eins og ég segi þá er þetta bara mín skoðun á þessum hlutum hér á Íslandi, sem svona fámenn þjóð þá hélt maður að fólk stæði meira saman. En það er ekki alltaf þannig.
Það er reglulega gefin peningur til mæðrastyrksnefndar og barnaspítala hringsins, sem er ekkert annað en gott. Þá spyr maður sig, hvar eru ríkið þegar á að gefa þeim styrk? Þegar stórt er spurt er fátt um svör, þeir eru frekar tilbúnir að eyða einhverjum milljónum í BDSM klúbb, svo þegar einhver á að gerast ábyrgur þá ypta allir öxlum… benda hver á annan.
En hvað veit ég? Ég er bara einhver venjulegur Íslendingur sem á helst ekki að segja múkk og vera stoltur Íslendingur….