Eins og þessir auðkennislyklar eru sexý þá eru skilmálarnir algjört æði:

Auðkennislykill er eign Auðkennis hf. Auðkennislykil skal eingöngu nota til þess að auka öryggi við innskráningu og aðrar aðgerðir í netbanka. Auðkennislykill er tengdur handhafa viðkomandi lykils. Aðgangsheimildir takmarkast við aðgangsheimild notendanafns í netbanka samkvæmt samningi við þann/þá banka sem handhafi er í viðskiptum við. Óheimilt er að nota auðkennislykil í óheiðarlegum tilgangi.

Þetta er því ekki auðkennislykillinn minn, ég verð að skila honum. Þú gætir fengið notaðan auðkennislykil OJJJ einhver sem skeinir sig illa búinn að hafa hann í rassvasanaum…
Og óheiðarlegur tilgangur…. Síðan hvenær er það lögbrot? Hver má banna mér að vera óheiðarlegur? Þarna er verið að takmarka mitt persónufrelsi. Ég má semsagt ekki segja við yfirmanninn, ég er með þetta allt á minnislyklinum og láta sjást í Auðkennislykilinn (eins og ég eigi minnislykil) kommon, þetta má ekki taka af fólki með illa orðuðum skilmálum einhvers banka.


2. Auðkennislykill er verðmæti og ábyrgist handhafi hans að varðveita hann með tryggum hætti, þannig að óviðkomandi geti ekki notað hann. Handhafi lykils skuldbindur sig til þess að geyma hann aldrei á sama stað og notendanafn og lykilorð í netbanka.

Frábært ég má ekki ráða hvar ég geymi ljóta ruslið sem bankinn sendi mér… Undarlegt að maður hafi ekkert val um að vera með drasl eða vera EKKI MEÐ DRASL inná sínu eigin heimili og samt geta notið þess að vera með heimabanka..

3. Eigandi auðkennislykils getur stöðvað notkun hans og innkallað án fyrirvara komi til misnotkunar á honum eða brota handhafa auðkennislykils á reglum og skilmálum fyrir lykilinn, að mati eiganda.

Frábært, þið megið s.s. koma og ná í draslið ef AF YKKAR MATI ég er ekki að nota hann rétt…


4. Handhafi auðkennislykils ber fulla ábyrgð á öllum aðgerðum sem framkvæmdar eru í netbanka viðkomandi með auðkennislykli hans. Handhafi lykilsins gerir sér grein fyrir að vanræksla eða mistnotkun af hans hálfu að því er varðar vörslu og/eða notkun lykilsins geti haft í för með sér skaðabótaábyrgð.

BINGÓ hérna kemur það, þetta er eina setningin sem bankarnir vilja í raun koma frá sér. Við fokkum ekki lengur upp með að hafa óöruggar heimasíður, nú er þetta allt ykkur að kenna, meira að segja ef ykkar net er ekki öruggt því þá er það ykkar vanræksla. HA HA HA við ætlum bara að skíta yfir ykkur, taka peningana ykkar og eins og alltaf þá tökum við ekki ábyrgð á einu eða neinu nema gjaldþrotum bestu vina okkar og fyrri gjaldþrotum bestu vina okkar og gjaldþrotum þeirra í framtíðinni.. eða fyrirtækjum þeirra… en okkar ábyrgð = þið borgið HA hA hA…

5. Glatist auðkennislykill ber handhafa að tilkynna það tafarlaust til hlutaðeigandi banka. Auðkennislykill er virkur og á ábyrgð handhafa þar til hann hefur verið tilkynntur glataður. Til þess að fá nýjan auðkennislykil þarf viðkomandi að undirrita skilmála að nýju og sækja nýjan auðkennislykil í útibú bankans. Finnist auðkennislykill sem handhafi hefur tilkynnt glataðan er notkun hans óheimil nema skriflega hafi verið óskað eftir opnun hans og skilmálar undirritaðir að nýju.

Hérna bætist við, þú borgar eitthvað fyrir nýjan lykil og mátt ekki fá það endurgreitt þó þú finnir þann gamla og skilir honum

6. Ekki er tekið gjald fyrir fyrsta auðkennislykil. Týnist lykill eða eyðileggist skal handhafi greiða fyrir nýjan auðkennislykil samkvæmt verðskrá hlutaðeigandi banka. Bankanum er heimilt að færa gjaldið af viðskiptareikningi handhafa.

OG vá, trúið mér, ég var ekki búinn að lesa þetta þegar ég skrifaði þetta fyrir ofan…
Við eigum lykilinn og bara við græðum á að þú sért með hann… þinn tími = okkar gróði

7. Ef eigandi auðkennislykils neyðist til að ógilda auðkennislykil vegna misnotkunar er áskilinn réttur til að setja upplýsingar þar um á skrá banka og sparisjóða til varðveislu. Handhafa auðkennislykils er óheimilt að nota auðkennislykil eftir að hann hefur verið ógiltur. Misnotkun auðkennislykils varðar við lög, sbr. m.a. 249 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Kann einhver að stafa P-E-R-S-Ó-N-U-F-R-E-L-S-I… Endilega haldið frekari skrár um mig og natið svo upplýsingarnar á móti mér þegar ég lendi í vandræðum peningalega…

8. Eigandi auðkennislykils er ekki ábyrgur fyrir tjóni, sem stafar af óviðráðanlegum orsökum (force majeure), s.s. vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, tæknilegrar bilunar í tækjabúnaði, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum.

S.s. við rukkum ykkur ef lykillinn skemmist í jarðskjálfta, hvað annað er sanngjarnt og ég vil minna ykkur öll á að á Íslandi ÞÁ TAKA BANKAR EKKI ÁHÆTTU…
Til þess eru Ábyrgðamenn, Verðtrygging og veð… sem við krefjum ykkur óspart um…

9. Um ábyrgð hlutaðeigandi banka fer samkvæmt samningi um netbankanotkun á milli bankans og handhafa auðkennislykils, en ákvæði hans halda gildi sínu að öllu leyti.
AHA - - - það verður stuð að kíkja á það..

10. Eigandi auðkennislykils áskilur sér rétt til að breyta notkunarreglum þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar tilkynntar handhafa auðkennislykils með minnst 15 daga fyrirvara. Í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því í hverju breytingarnar felast og á rétti handhafa til að segja samningi upp. Noti handhafi auðkennislykil sinn eftir að breyttir skilmálar hafa tekið gildi, telst hann samþykkur breytingunni.

Frábært.. maður skuldbindur sig til að nota þetta drasl og þið bara breytið með 15 daga fyrirvara… Notkunarreglur geta verið: Ef þú ætlar að nota Lykilinn í banka eða borga í posa notið númer úr lyklinum… Tímasparnaður my ass…..

11. Auðkennislykill verður ógildur við uppsögn handhafa hans. Handhafi auðkennislykils skal skila honum í útibú bankans.
Frábært… þið senduð mér hann án þess að spyrja mig fyrst, þið skuluð sækja þetta drasl…

12. Öll mál, sem rísa kunna af notkun auðkennislyklis skulu, nema á annan veg sé samið, fara eftir íslenskum lögum. Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ég ætla ekki að samþykkja þessa skilmála, sumar breytingar og sum þróun er HEIMSKULEG OG TILGANGSLAUS, ÞAÐ HLÍTUR AÐ VERA TIL BETRI LAUSN…

Ég lýsi því yfir að ég hef kynnt mér og samþykki ofangreinda skilmála um notkun auðkennislykils. Ég samþykki að notkun auðkennislykils verði nauðsynlegur þáttur í innskráningu í Netbanka og að ábyrgð mín á notkun auðkennislykils gildi á sama hátt og ábyrgð á notendanafni og lykilorði að netbanka mínum.

Frábært, nauðsynlegt my ass…


Þetta eru skilmálarnir eins og heimasíða Glitnis kynnti þá fyrir mér…

Mér finnst persónulega verið að tryggja öryggi bankans á minn kostnað. Þeir sem ræna netbanka eiga núna eftir að ráðast á mig og taka Auðkennislykilinn af mér til að geta komist að peningunum mínum…

Ofbeldið á eftir að bitna á mér og ábyrgðin verður meira mín heldur en bankans…

FRÁBÆRT…

Ég skil bara ekki afhverju ég er neyddur til að nota þetta drasl…

Hvar er rökstuðningur bankanna fyrir að við þurfum að eyða okkar tíma í þessa vitleysu?

Það er lítið sem ekkert inná mínum reikningum, má ég þá fá tímann minn aftur?

Ojj hvað þetta pirrar mig alltsaman…