Var svona aðeins að pæla, sem ég geri sennilega of mikið af, feministar segjast vera með jafnrétti karla og kvenna að leiðarljósi og það er fínt málefni sem ég styð heils hugar án þess að líta á sjálfan mig sem feminista, enda finnst mér stór hluti feminista láta stjórnast af tilfinningum frekar en rökum og að múgsefjun ráði ríkjum þar á bæ ekki ósvipað og hjá hinum ýmsu öfgahópum nútímans sem geta ekki fært rök fyrir máli sínu heldur enn notfæra sér fáfræði almennings til að þvinga skoðunum og rökleysu sinni upp á annað fólk, en þetta var nú smá útúrdúr.
Það sem ég var í raun og veru að pæla í, hversu ómerkilegt sem ykkur kunn það að finnast, þá finnst mér nafnið á þessari stefnu hálf skondið!
Feministar, eins og sumum ykkar hefur eflaust dottið í hug merkir orðið Feminin, kona á latínu, og af hverju ættu þeir sem berjast fyrir réttindum beggja kynja að kalla sig “kvennistar”?
Álíka gáfulegt og ef Anarkistar færu að berjast fyrir auknum afskiptum ríkisins, kommúnistar að berjast fyrir einkavæðingu, eða kanski nasistar að berjast fyrir réttindum gyðinga!!
EN kanski er þetta hið rétta orð yfir Feminista, kanski eru þei í raun og veru ekki að berjast fyrir jöfnum réttindum als mankyns, kanski eru þeir bara að berjast fyrir konur.
Alavegana eins og þetta kemur mér fyrir sjónir þá get ég varala séð annað að feministum sé svona frekar mikið sama um karlmenn.
Af minni eginn reynslu sem og því sem ég hef lesið og séð í örðum miðlum þá hafa feministar ekki opnað munninn á sér um réttindi einstæðra feðra.
Eina sem þeir predika, feministar það er að segja, eru hversu mikið níðst hefur verið á konum og hversu mikið lægri laun þær hafa og hversu mikið mæra þær blalalalala……; en ekki eitt aukatekið orð um réttindi karla til að umgangast börn sín, Þær gagnrýna fegurðarsamkeppnir kvenna og hversu miklar kynýmindir konur eru en ekki gagnrýna þær hommaklámið eða herra ísland!
Svona að lokum langar mig að segja að mér finnst öll mismunun á grundvelli kynferðis vera argasta fásinna en þó verður stundum að taka tillit til líkamlegra eiginleka, eins og karlmenn geta ekki verið með börn á brjósti konur geta (vanalega :S) ekki fengið reisn og eru að meðaltali ekki jafn sterkar og karlmenn. Hinsvegar fyrirlít ég alla þá sem mismuna eftir kyni, hvort sem það eru karlrembur eða öfga feministar, og vorkenni þeim á sama tíma fyrir fáfræði þeirra!
Einnig vil ég skora á feminista breyta nafninu sínu í, t.d. Ponderisma (Pondera=jafnrétti) eða Parilitisma (parilitas=jafnræði) sem á betur við en núverandi nafn ef þeir ætla að halda áfram að berjast fyrir réttindum beggja kynja en ef þeir ætla að halda áfram að berjast fyrir yfirráðum kvenna næstur 6000 árin til þess að bæta upp fyrir kúgun fyrri alda (þótt hún hafi engu síður verið ólögmæt og reist á fáfræði eldri kynslóða þá lagar þú ekki kúgun með kúgun, svart + svart verður ekki hvítt, og jafnræði hlýst ekki með því að kúga komandi kynslóðir á sama hátt og þær eldri voru kúgaðar, heldur en með því að fræða þær um hlutina á rökrænann hátt og sína þeim þau glöp sem hinar eldri framkvæmdu og ég óska þess innilega að Feminismi verði ekki eitt af þessu glöpum fortíðarinnar sem komandi kynslóðir munu lýta á sem eitt af mistökum mannskepnunar!)
Kveðja “Dannixx”