Þar sem nú eru nokkur ár liðin frá atburðunum í New York, Pennsylvaníu og Washington datt mér í hug að fletta upp greinum hér á /deiglan sem voru skrifaðar ellefta september 2001. Greinin byggir alfarið á greinum þaðan.

Árásirnar áttu sér stað um hádegisbil að íslenskum tíma. Hugar voru ekki lengi að taka við sér og var fyrsta greinin um atburðina komin inn klukkan 15:14.

WWIII - JediMLD
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
Ég tel mjög miklar líkur á því að þriðja heimsstyrjöldin sé á næsta leiti. En hver gerði þessa áras? Margir benda á Osama Bin Laden, aðrir vilja kenna Palestínumönnum um. [...] Þessi áras er alltof vel skipulögð til að hafa verið gerð af einum hryðjuverkahópi. [...] Við erum að tala um hátt um í hundrað þúsund manns eða jafnvel meira sem hefur látið lífið.


15:55
Stærsta hryðjuverk sem framið hefur verið - Gyzmo
Báðir turnar World Trade Center eru fallnir en tvær stórar farþegarflugvélar flugu beint á turnana um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. [...] Sagt var frá því að sjónvarpsstöðinni Abu Dhabi fyrir skömmu að hringt hefði verið til stöðvarinnar frá liðsmönnum Lýðræðisafla sem berjast fyrir frelsun Palestínu og að samtökin lýstu yfir ábyrgð á [árásunum].

18:50
Hvernig gat þetta gerst? - JediMLD
Þessi áras er án vafa alltof skipulögð til að hafa verið skyndiákvörðun, það er alveg á hreinu.
Í fyrsta lagi þá voru allar flugvélarnar á leiðnni til Kaliforníu. Það er augljóst mál að þessar vélar voru teknar af því af þær voru stútfullar af bensíni. Þetta var gert í því skyni að ná sem mestu tortímingu fram. Þessi bygging er heimsótt daglega af ferðamönnum og er gríðarlega stórt vinnusvæði, auk þess er þetta eitt helsta tákn hins vestræna heims. Undir WTC er neðanjarðalest og stórt mall. Símakerfi New-York borgar hrundi
(líklega vegna álags) eftir að WTC fórst, allt varð sambandslaust og í ringulreið. Þetta var allt hugsað til að gera það. Þeir sem voru að reyna bjarga byggingunni fórust næstum því sjálfir, þegar turnirnir hrundu eyðilögðust fullt af slökkviliðsbílum og sjúkrabílum. Þetta var eins og í verstu Hollywood-mynd. Þessi áras var gerð á besta tíma, því allir voru á leiðinni í vinnu. Síðan var hinn árásin, hin vélin fór inni í Pentagon sem er helsta bygging hersins.

Þessari grein fylgdu eins og búast mátti við þónokkrar umræður. Þrjú svör vöktu þó athygli mína í ljósi liðinna atburða og sögusagna um samsæri ríkisstjórnarinnar:

Whistler Og BNA menn að hefna sín ? Hverjum eiga þeir að hefna´sín á ? Ekki gengur að sprengja upp Afganistan útaf manni sem talið er að sé þar.

kokos Hvenær munu Bandaríkin hefna sín? Vonandi verður heimurinn svo heppinn að Bandaríkjamenn díla við þetta sem vitibornir menn, og fara ekki að stunda brjálaðar hefndaraðgerðir út um allan heim.
…því annars verðu þetta ekki bara spurning hvenær heldur líka hvar og hvernig þeir hefna sín og Á HVERJUM hefndin bitnar….


fanyomamma Helvítis djöfullsins kanninn gerði þetta sjálfur til að hafa afsökun til að fara í stríð og til að geta leikið sér með skemmtilegu peacemakerana sína út um allann heim og sprengt upp alla jörðina nema þann kafla sem er kallaður USA svo að plánetan jörð geti öðlast nýtt nafn “PLANET USA!”. Náttúrlega bara kenning =)

Fleiri samsæriskenningar komu á sjónarsviðið, til að mynda lýsti doctor pælingum sínum að Kínverjar hefðu skipulagt og fjármagnað árásina.

Og svo komu langtímapælingar.

21:23
Afleiðingar árásarinnar á Bandaríkin - Tezla
[...]hafið þið hugsað út í hagkerfið, ég heyrði að gengi dollarsins hefði byrjað að falla og að þeir hefðu lokað öllum fjármálastofnunum.
- svo hann fellur á morgun.
Gengi dollarsins er metinn miðað við “consumer confidence” og það hefur verið illa hrist uppí því í dag, ég fæ ekki séð fyrir mér að hinn almenni Bandaríkjamaður séu mikið að velta húsakaupum fyrir sér í dag. Menn eru hræddir og það er vel skiljanlegt.


Þessi pæling átti rétt á sér. Hlutfall dollarans sem alþjóðagjaldmiðils hríðféll frá 2001-2002.

1995: 59.0%
1996: 62.1%
1997: 65.2%
1998: 69.3%
1999: 70.9%
2000: 70.5%
2001: 70.7%
2002: 66.5%
2003: 65.8%
2004: 65.9%
2005: 66.4%
2006: 65.7%

Að sjálfsögðu má rekja fallið að einhverju leiti til tilkomu evrunnar (sbr. fallið milli 1999 og 2000). Hins vegar hefur dollarinn átt einstaklega erfitt uppdráttar eftir 2001.

Fleiri greinartitlar á við Terrorinn: Hugvit og dúkahnífur er það sem þurfti komu á sjónarsviðið og greinarnar Er hægt að réttlæta hryðjuverkin í USA og Ekki er hægt að réttlæta hryðjuverk eða stríð !! vöktu upp athyglisverðar umræður sem langflestar teygðu anga sína aftur í seinni heimsstyrjöldina og ófáir minntust á kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Hiroshima og Nagasaki 1945.

Vestræn menning hefur tekið gríðarlegum breytingum eftir 11. 9. 2001. Í einni svipan breyttust áherslur stjórnvalda, löggæslu og flugumferða til muna. Hnífa- og skærakassarnir í flugstöðvum voru settir upp, handfarangur og leyfilegir munir í honum takmarkaðir til muna.

Nú vantar aðeins, og ég verð að segja að ég vona, að handfarangur verði alfarið bannaður í flugvélum. Auk mun hraðari gegnumlýsingu og minna umstangs í gæslu mun maður komast mikið hraðar inn og út úr flugvélinni. Maður þarf jú engin ósköp í flugvélinni.

Löggæsla tekur mið af glæpunum og því verða þeir óhjákvæmilega skrefi á undan laganna vörðum. Það eina sem við getum vonað er að engum detti slíkur óskapnaður í hug aftur, hver sem það var sem flaug flugvélunum inn í WTC 1 og 2.

Lifið heil!