Allt gott og blessað um það en mér finnst bara frá mínu hjarta , frekar ósmekklegt og skýrt dæmi um hnignandi siðferði í Íslensku atvinnulífi að hafa börn og sér í lagi veik börn að einhverskonar þungamiðju í gæluverkefnum viðskiptamógúla.
Ég meina það . Hvert mark sem Eiður skorar fær eitt félag hálfa millu og fyrir eitt mark í meistaradeildinni fær annað góðgerðarfélag eina millu. Já nú er að hysja upp um sig buxurnar Eiður og reyna að skora svo að Eimskipsgæjarnir geti nú skemmt sér yfir leiknum og í leiðinni “Kannski” gert líf barnanna auðveldara.
Nú en ef Eiður skorar ekkert þá geta Eimskipsgæjarnir bara toppað Samskipsgæjann sem keypti Elton John og keypt Rolling Stones. Þeir myndu koma því það er allt falt fyrir peninga.
bara spurning um upphæðina.
Eiður þyrfti allavegana að skora mjög mörg mörk til að toppa þá upphæð sem The stones myndi kosta.
Hvernig væri bara að styrkja börnin um 100 millur án þess að búa til eitthvað veðmál með Eimskipsgæjanna á öðrum endanum , Eið á hinum og veik börn í miðju þessa skrípaleiks.
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust