Vá! Trygginar eru bara bull, vitleysa og algjör peningasóun út í eitt!
Allavega þessi hérna sem ég er búinn að kynna mér..
Ferðaslysatrygging frá VÍS
Hún er skilgreind svona: “Vátryggingin gildir á ferðalögum erlendis á þeim
stöðum sem tilgreindir eru í vátryggingarskírteini.”
Og slys: “Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans.”
Hljómar vel?
Bætur vegna slyss er vátryggður verður fyrir í frístundum, við heimilisstörf eða almennar íþróttaiðkanir, ef það leiðir til:
–Andláts.
–Varanlegrar læknisfræðilegrar örorku.
–Tannbrots.
En hérna kemur catchið þeirra…
Ferðatrygging VÍS gildir EKKI ef eftirfarandi á við:
Ef þú keyrir á erlendu farartæki og lender í slysi sem veldur einhverju hér að ofan.. þá færðu það ekki bætt..! ”Af völdum vélknúins ökutækis sem skráð er erlendis þar sem lögboðið er að vátryggja vegna slíkra slysa.”
Þú þarft alveg sér tryggingu ef þú ert að fara keppa…!
“Í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum, nema annað komifram í vátryggingarskírteini.”
Og ef þú ert bara að lifa lífinu í ferðalaginu þínu, ferð í teygjustökk, kíkir kannski í köfun.. nei nei.. það er ekki FERÐASLYS, þú þarft sérstaka tryggingu fyrir það auðvitað!
“Við að klífa fjall, í bjargsigi, hnefaleikum, hvers konar glímu- og bardagaíþróttum, akstursíþróttum, drekaflugi, svifflugi, fallhlífarstökki, froskköfun og teygjustökki, nema annað komi fram ívátryggingarskírteini.”
Þú og fjölskyldan ákveðið að kíkja í Safariferð í Afríku.. ljón kemur og bítur af þér handlegging.. Ferðaslys? NEI!
“Í landkönnunarferðum, við villidýraveiðar eða í ferðum sem geta talist rannsóknarleiðangrar, nema annað komi fram í vátryggingarskírteini.”
En hérna er allavega eitthvað rétt.. þú slasast í fluginu heim/út ..hver veit hvort þú fótbrotnir ekki á leiðinni á klósettið og má auðvitað ekki gleyma líkunum á því að flugvélin hrapi..
” Í flugi, nema vátryggður sé farþegi í áætlunar- eða leiguflugi á vegum aðila sem hefur tilskilin leyfi hlutaðeigandi flugmálayfirvalda, nema annað komi fram í vátryggingarskírteini.”
Svo hérna kemur eitt fááááránlegt
” Af völdum matar- eða drykkjareitrunar.”
ER EKKI ALLT Í LAGI?!
Hérna er allavega eitthvað sem telst til ferðaslys og er tryggt, annars myndi það valda svo mikilli tortryggni ef þeir tryggðu ekki neitt..
”Af völdum eitraðra lofttegunda, nema eitrunin hafi orðið skyndilega og án vilja vátryggðs”
Ert þú með býflugna ofnæmi? Hræddur við að verða framandi skordýri að bráð? Well! EKKI fá þér þessa tryggingu þá..
“Af völdum sýkingar vegna skordýrabits eða stungu.”
Með fullri virðingu til sjónskertra og annara sjúkdóma er hér fram koma.. slysin geta gerst ekki satt? …well.. ef þú ert að ferðast og verður fyrir slysinu.. ekki vona að fá það bætt hjá þessari stofnun!
“Beint eða óbeint vegna blindu, mikillar nær- eða fjarsýni, sjóndepru, heyrnardeyfðar, lömunar, bæklunar, geðveiki, flogaveiki, heilaáfalls, hjartaáfalls, sykursýki eða annarra alvarlegra sjúkdóma eða veiklunar.”
Ímyndaðu þér að þú sért í London að njóta lífsins, ákveður að taka lestina til uppáhaldsveitingarstaðs þíns en æj æj.. HRYÐJUVERK! BÚMM! Þú skaðbrennist á öllum líkamanum en hugsar “At least I got insurance” …you guessed it.. ekki með þessa tryggingu!
“Beint eða óbeint af völdum hryðjuverka vegna hvers konar líffræðilegra eða efnafræðilegra áhrifa og/eða eitrunar, þ.m.t. vegna sýkla og veira, eða þegar afleiðingar slyss verða meiri vegna framangreindra atriða.”
Hvað er þetta eiginlega komið útí? Þarf maður að fá sér býflugnatryggingu, hryðjuverkatryggingu og endalausar tegundir af tryggingum til að geta verið öruggur þarna úti? ( Ég veit alveg að það eru til “pakkatryggingar” en þessi er þá býsna tilgangslaus ekki satt? )
Það er bara villandi að kalla þetta ferðaslysatryggingu þar sem það er nú ekkert mikið sem þú ert tryggður fyrir!
Það er ekki eins og ég ákveði áður en ég fer út.. já… ég held ég muni lenda í köfunarslysi núna, best að tryggja sig þar.. sleppa skordýratryggingu útaf 2 tryggingar í einu eru svo dýrar?!
Ég lenti í því úti í löndum að vera að skemmta mér, eitthvað sett í drykkinn hjá mér og ég bara verð rænulaus og skell á gangstétt og brýt framtönnina mina.. Þegar vinir mínir finna mig er ég í algjöru maski, þeir bera mig í leigubíl og uppá hotel.. þar byrja ég að æla öllu sem ælanlegt var, anda hratt og skelf.
Þau hringja í lækni sem sprautar mig í einhverju varúðarskyni og kostaði það skitinn 10þús kall. Annan 10þús kall fyrir tannlæknaheimsókn þarna úti og enn annan 10þús kall fyrir að gera við tönnina hérna heima OG til að bæta á það var veskinu mínu stolið þegar þetta allt gerðist en enginn peningur var í því þó, samt soldið erfitt að missa kortið sitt þegar maður er þúsundir km frá heimili sínu!
Ég fer með þetta auðvitað til tryggingafélagsins, góða yndislega tryggingafélagið mitt, Ferðaslysatrygging VÍS! Og vegna þess að ég hafði drukkið þetta kvöld og ekki hægt að sanna að eitthvað hafði verið sett í drykkinn minn fæ ég ekkert bætt!
Hvað átti ég að gera? Vera með myndavél á mér allt kvöldið til að geta sannað það? Það eru 3 vitni að þessum atburði + fólkið sem sá mig í algjöru maski á hótelinu, en þeim er skítsama um það.. við dælum bara mörg þúsundum í essa tryggingu en þeir smjúga sér útúr þessu eins og minkur í greninu sínu!
Já… ég er BITUR! Þetta er bara glæpsamlegt! … læra að lesa smáaletrið folk!
Tekið af http://www.vis.is/uploads/documents/skilmalar/gt10.pdf