nauðgunarásakanir,peningafjárdrátt,o.fl.
Það sem mér finnst athyggilsverðast í þessu í dag er að Samhjálp eigi að taka við af Byrginu,sem ég er algjörlega á móti.
Af hverju??
Í fyrsta lagi vil ég segja að ég hef reynslu af meðferð hjá SÁÁ og ég hef verið “clean” í 6 ár,og þar af leiðandi hef ég kynnt mér ýmsar hliðar á meðferðarúrræðum og séð hvað er að virka og hvað er ekki að virka fyrir alka og fíkla.
Fólk kemur í meðferð til SÁÁ,Byrgisins,Samhjálpar eða what ever,er oft haugadrukkið og/eða útúrdópað og getur varla farið rétt með kennitölu sína.
Ok..til að byrja með þarf þetta blessaða fólk á líkamlegri hreinsun að halda með hjálp lyfja (yfirleitt),a.m k. þurfti ég það.
Reyndu að ýminda þér sjálfan/n þig í ferlegu ástandi eins og fíkill eða alki og þarft á hjálp að halda,hvort heldur þú að sé betra fyrir þig að fá líkamlega aðhlynningu eða fara strax að lofa Drotttinn,varla hafandi vit á því hvað sé að gerast?? hmmm….
SÁÁ sendir alka og fílka í AA og NA samtökin því þeir vita að fólk nær árangri þar inni.
Kristinnar stofnanir senda menn ekki neitt. Allavegana veit ég að það er MIKLU meiri árangur fyrir þetta fólk að njóta aðstoðar SÁÁ frekar en Samhjálpar.Ég hef séð það.
Ég er og undirstrika það, að ég hef alls ekkert á móti kristinnar trúar,mér finnst bara aðferðarfræðin röng.
Það er stefna ríkisins eins og er að láta samhjálp fá milljónir og milljónir fyrir þetta fólk frekar en að láta menntað fólk,góða fagmenn að sjá um að aðstoða þetta fólk.
Mér finnst “ríkið” vera að fara rangar leiðir í þessum málum og athugið það að það er verið að fara með peninganna ykkar í þessum málefnum.
Ég vil að þessir monníngar fari til SÁÁ…..
hvað finnst þér???
Talaðu Íslensku!!!!