Íslendingar hafa þróast svakalega undanfarin ár. Á c.a. 20-30 árum hefur pólitískur áhugi landans orðinn lítill sem enginn. Fólk er til í að baktala og níða hvern sem er, en örfáir láta heyra í sér á opinberum vettvangi eða breyta hegðun sinni til að koma skoðunum sínum á framfæri (t.d. hætta að versla við þá sem selja hvalkjöt)raunin er að netið er helsta framförin í þessum málum…

Hafiði heyrt um Byrgið? Þar áttu sér stað ótrúlegir atburðir, stjórnsýslulega. Ekki komst uppum málið fyrr en misnotuð stelpa opinberaði þá meðferð sem hún fékk. Hvenær hefði misferli forstöðumanns Byrgisins komist í dagsljósið ef ekki fyrir tilstilli þessarar ungu konu? Hefði það orðið vegna starfa opinberra eftirlitsstofnana?

Ég trúi að svörin við þessum spurningum séu; ALDREI og ef þetta hefði komist upp seinna, þá hefði það verið sökum einhvers annars en metnaði Ríkisendurskoðunnar. En það er mín skoðun.

En í kjölfar þessara uppgötvana á glopum í kerfi stjórnsýslunar á margt eftir að breytast. Vona ég allavega, þó að fordæmin séu fá. Einhvernvegin vill alltaf svo til að þegar uppkemst um misferli á opinberu fé þá er lítið gert því þá þurfa hinir að fara taka til í sínu horni.

Við skulum líkja þessu við hraðakstur, því meira sem þú ferð yfir hámarkshraða því hærri sekt færðu.
S
líkt er lögbrot. Annað sem er lögbrot, er að ráðstafa fjármunum og eignum ríkisins án heimildar. Fjárlög eru dæmi um slíka heimild sem veitt er stofnunum ríkisins. Hvað finnst ykkur að forstöðumaður stofnunar sem fer 10% fram úr fjárlögum eigi að hljóta í refsingu? Á að refsa fyrir svona lögbrot?

Í sjónavarpinu um daginn var fjallað um girðingaglæp, það var þegar girðingastaurar voru ekki með réttu millibili. Fréttamenn geta blásið slíkt upp í að vera „glæpur“ en hrein og klár lögbrot (á fjárlögum) eru orðin svo algeng og þ.a.l. ómerkileg að öllum er sama.

Ætli það séu þó ekki fleiri fjárlagaglæpir á Íslandi en girðingaglæpir? Í hvert sinn sem einhver starfsmaður ríkisins ráðstafar einhverju sem honum er ekki heimilt er glæpur framinn og ætti að vera refsað fyrir.

Í dag er búið að minnka mörkin sem hægt er að fara yfir hámarkshraða án þess að fá sekt, það sama ætti hiklaust að gilda um fjárlög.

Ég rak augun í skemmtilega klippu hér á Huga um daginn sem mér finnst lýsa ástandinu ágætlega.

Ríkið er að útvarpa sinni skoðun og við bara brosum….

http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1696