Hin íslenska þjóð hefur verið iðin við að skapa ný orð, mikið duglegri en Þjóðverjar, Danir og Bretar, svo dæmi séu tekin. Við búum að mínu mati yfir svo fullkomnum orðaforða að til ólíkinda má telja.
Án þessarar þýðingaráráttu þyrftum við að gera sem fyrrnefndar þjóðir og margar fleiri, og nota eftirfarandi orð í staðin fyrir þau glæstu sem við höfum fyrir:
þyrla -> helíkopter
tölva -> kompjúter
bíll -> átómóbíll
gagnagrunnur -> dadabeis
sjónvarp -> televisjón
geislaspilari -> sídípleijer
skjár -> skrín (árekstur við hk. no. “skrín”)
algrím -> algóriþmi
svo ekki séu nefnd innviði tölva, vinnsluminni, örgjörvi, harður diskur (harðdiskur), geisladrif, minniskort, skjákort, mús og fleira. Ég er í flestum tilvikum öðrum en sjónvarpsþáttatextun stoltur af íslenskum frumkvöðlum í nýyrðasmíð. Þeir hafa bættíslenskt mál og ég ætla fyrir alla muni að nota það áfram.
„Greiðasta skeið til að skrílmenna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna”