Nokkrar staðreyndir um hungur í heiminum.
Á 3,6 SEKÚNDNA FRESTI DEYR EINHVER ÚR HUNGRI!!
Sem gerir um 24.000 einstaklinga á degi hverjum sem láta lífið vegna fátæktar og hungurs.
Af þeim sem deyja er um 3/4 börn undir 5 ára aldri.
Rúmlega 800 milljónir einstaklinga í heiminum þjást af næringarskorti, þetta er um 100 sinnum fleiri en þeir sem bókstaflega láta lífið árlega vegna hungurs.
Af þeim er um 200 milljónir börn undir 5 ára aldri.
Hungruð börn sem þjást af langvarandi vannæringu jafna sig aldrei hvorki andlega né líkamlega.
Vannæring getur valdið: skaddaðri sjón, dregið úr vexti og þroska, veikt ónæmiskerfið svo um munar og í verstu tilfellum leitt til dauða.
Aðal ástæður hungursneyðar eru m.a: fátækt, slæm heilsa, stríð, slæm stjórnum lands, umhverfi sem þjónar ekki öllum íbúum samfélagsins og of mikil fólksfjölgun
Ég veit ekki um ykkur en mér finnst þetta skelfilegar staðreyndir.
Endilega heimsækið <a href="http://www.thehungersite.com">www.thehungersite.com</a> og leggið ykkar af mörkum :-)
Ég reyni að fara þarna á hverjum degi. Þetta tekur okkur enga stund og kannski skiptir okkur litlu máli en þetta gæti bjargað mannslífi út í hinum grimma heimi.