Oft hefur verið fjallað um hátt verð á bíómiðum hérlendis og sé ég ekki ástæðu til að fjalla um það sérstaklega núna heldur hitt, sem sjaldnar kemur fram: Auglýsingum fyrir myndina fjölgar jafnt og þétt.
Ekki líta sem svo að ég sé á móti auglýsingum, ég fanga tilkomu Fréttablaðsin, SjásEins og fleiri frímiðla sem kostuð eru eingöngu með auglýsingum.
Hinsvegar vil ég skýra mál mitt betur. Kvikmyndin sem ég fór til að sjá átti að hefjast klukkan 22:20 en sýningin hófst ekki fyrr en klukkan 22:40 vegna þess að auglýsingar, bæði kynningar á væntanlegum myndum og almennar auglýsingar, voru keyrðar í tuttugu mínútur. Síðan kemur hlé og enn fleiri auglýsingum er varpað á tjaldið. Þetta er svo fyrir utan auglýsinu sem oft er aftan á bíómiðanum.
Mér er því spurn, hversvegna er ég að borga svona mikið fyrir bíómiðann þegar margir auglýsendur eru þegar búnir að greiða ansi háar summur fyrir auglýsingarnar sínar. Á auglýsingaverðið ekki að lækka miðaverðið - og ef svo er, hvað mundi miðinn kosta annars?
Ég minni á að hlé í kvikmyndahúsum er góður tekjustofn fyrir þau þar sem fólk verslar meira sælgæti (á uppsprengdu verði) en annars.
Það er hvimleitt að þurfa að hanga yfir auglýsinum jafn lengi og raun ber vitni. Auglýsingaverð ætti að hækka og miðaverð að lækka - eða fækka auglýsingum og halda miðaverðinu í skefjum. Hér er fákeppni markaðarins að fara illa með okkur neytendur.
“Ef konur væru með 3 brjóst, væru menn þá með 3 hendur?”, boossmio