Svona greinar eiga ekki heima á jólunum en mikilvægi þessarar greinar er mikil. Þannig standa mál með vexti að áfrýunardómstóll Íraks dæmdi Saddam Hussain sekann fyrir morðin í Dujail og verður hann hengdur innan 30 daga. Mig langar aftur að fara yfir sögu þessa máls og rekja hana alveg frá byrjun stríðsins í Írak.
Árið 2003 réðust Bandaríkjamenn inn í Írak til að komast yfir gereyðingarvopn Íraka. Saddam Hussain var margbúinn að neita því að hann væri með gereyðingarvopn. Bandaríkjamenn hlustuðu ekki á Saddam né Sameinuðuþjóðirnar og réðust inn í Írak. Þetta var klárlegt brot á alþjóðalögum og sáttmála sameinuþjóðanna.Tvær stórar þjóðir í Evrópu gagnrýndu þessa árás eða Þýskaland og Frakkland en samt sem áður réðust þeir inn. Ég tel ástæðuna fyrir að Frakkar studdu ekki stríðið er vegna þess að þeir eru með gríðarlega þekkingu í arabaheiminum, útaf Frakkland var gömul nýlenduþjóð og vegna mikils innflutnings.
Eins og við öll vitum þá voru engin gereyðingarvopn í Írak. Þetta var semsagt alltsaman lygi hjá Bandaríkjamönnum og Bretum. Þeir samt náðu að afsaka sig strax og sögðu: Hei við náðum að fella niður einræðisstjórn Saddams. Svo kom stuttu eftir það: Hei við náðum versta einræðisherra heims honum Saddam Hussain.
Ekki var nóg með það að þeir réðust inn í Írak á fölsum forsendum heldur þeir kröfðust þess að Írak myndi fá að rétta yfir Saddam. Svo bættist grátt ofan á svart að Kúrdi skuli dæma í þessu máli. Á dómari ekki alltaf að vera hlutlaus. Við vitum vel að Kúrdi er ekki hlutlaus og þessu má líkja við ef gyðingur dæmdi í máli Himlers og Görings. Auðvitað var dæmd dauðarefsing.
Ástandið í Írak í dag er mun verra en við stjórn Saddams. Helmingur þjóðarinnar fordæmir þennan dóm meðan hinn helmingurinn brýtur útivistarlög og fagnar gríðarlega. Þetta mun auðvitað leiða til mikils uppþots.
Þegar hann var dæmdur til dauða gerði ég svipaðan kork. Þar kom í ljós að margir studdu dóminn. Afhverju getið þið stutt þennan dóm? Saddam átti að fara undir stríðsglæpadómstól en ekki í einhvern trúðadómstól sem Bandaríkjamenn og Kúrdar stjórna. Hann bað um að fara til Sviss eða Svíðþjóðar undir réttan dómstól en nei það var ekki raunin.
Styðjum við Íslendingar þessi trúðslæti og dauðarefsingar. Ég er ekki að afsaka gjörðir hans heldur er ég að gagnrýna gjörðir Bandaríkjamanna. Það var bara ekki til verri leið í þessu máli. Lögmenn Saddams ber skylda að áfrýja dómnum og fer hann undir hæstarétt eða áfrýunardómstól. Ef þeir staðfesta fyrri dóm eins og þeir gerður þá er skylda að aftaka Saddam innan 30 daga. Það standa enn yfir fjölda mála og rannsókna enn yfir á Saddam en aldrei verður hægt að dæma hann fyrir þar sem hann verður látinn.
Röng leið alveg frá byrjun og leiðinlegt að þetta skuli enda svona. Dauðarefsing bætir ekki neitt og þessi maður á alls ekki skilið að drepast útaf einhverjir trúðar segja svo.