Finnst ykkur ekki gaman þegar þið eruð að horfa á sjónvarpið og allt í einu kemur fyndin auglýing. Mér finnst vanta alveg hellinga af þannig auglýsingum.
Ég get nefnt ykkur fjórar mínar uppáhalds fyndnar auglýsingar.
1. Nissan Almera A
“Hinn íslenski Jim Carrey” eða Stefán Karl Stefánsson fer með fjölskyldu sína í ferð kringum landið. Strákurinn er með ís, konan með málunardót. Þau leggja af stað, á ofsahraða. Koma útúr Hvalfjarðargöngunum á sama tíma og fara inní þau (fattar þegar þú sérð, ef þú hefur ekki séð). En loksins þegar þau koma til baka á sama staðinn og þegar þau lögðu af stað, þá lítur Stefán á strákinn, ísinn útum allt andlitið, hann hlær fallegum hlátri.. lítur á konuna.. málningin út um allt. Hann hrekkur við og öskrar lágt. Hann hleypur út úr bílnum og nær í bílkúst og fer með inní bílinn.. væntanlega til að þrífa fjölskylduna.
- Þetta er alveg frábær auglýsing, en aðalkjarninn í henni er Stefán því hann er svo fyndinn.
2. Nissan Almera A
Sama auglýsingin, næstum, með sama leikara og sama bíl. hann er að þrífa bílinn, svo gengur svaka gella framhjá og hann fer inní bílinn, stillir FM á botn, með sleikjó í munninum og er alveg svakalegur töffari. Svo er hann næstum búinn að gleypa allan sleikjóinn.. En hún gengur framhjá. Hann stígur útúr bílnum, vefur höndunum um hvora og horfir á eftir henni, veltir sér fyrir því hvers vegna hún kom ekki til hans. Eftir skamma stund sest hann aftur í bílinn í sömu stöðu.
- Ekki næstum jafn fyndin en sú fyrsta en samt.
3. Atlantskort ,,Farðu alla leið“
Barði úr Gang Bang hljómsveitinni er á rúntinum í Mexíkó (að ég held). Heilsar öllum bílstjórum, en enginn þeirra til baka. Barði gengur inn á litla bensínstöð og töffarastælarnir leka af honum. Hann smellir Atlandskortinu á borðið og veifar hausnum út. Afgreiðslukonan veit ekkert hvað hann er að tala um og veifar öxlunum. Hann tekur þá ”merkið“. Potar vísifringri inn í.. (það eiga nú allir að vita þetta og upprunalega merkingu) en ”því miður“ túlkar hún þetta sem það að hann vilji sofa hjá henni. Hún lemur hann þá og rekur hann burt. Þá segir hann harðkjarnann í auglýsingunni sem gerir hana svo fyndna: ”Ég ætlaði nú bara að fá bensín“. Þetta er svo fyndið hvernig hann segir þetta og það. Er svo eldrauður á kinninni og dælir sjálfur.. mjög leiður.
4. STARTklúbbur Sparisjóðsins
Þessi auglýsing er mjög skrýtin.. og þar með mjög fyndin.. fyrir þá sem fíla þannig húmor.
Ungur maður í einhvers konar nagdýrsbúningi hoppar um og öskrar að ég held ,,Ég heiti Kjartan!!!!”, annars veit ég ekki hvað hann segir, eflaust margir sem halda annað. En anyway. Það er þungarokk í bakgrunninum og eitt pálmatré. Eftir smátíma þegar hann er búinn að hoppa og öskra mikið, kemur annar alveg eins (öðruvísi litur) og hoppar á hann. Þá rotast þeir báðir. Svo kemur rödd: ,, Þessi maður er greinilega í Startklúbbi Sparisjóðsins!".
- Mjög skrýtin eins og ég tók fram áðan en jafnframt ógeðslega fyndin.
Ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur frá því er að það er alltof lítið um svona skemmtilegar auglýsingar. Það er verið að baslast við að gera rosalega flottar auglýsingar með svaka grafík en engu efni. Bara eitthvað flott, auðvitað er það flott. En ég man ekkert eftir þeim, þessar auglýsingar standa eftir í mér en þó sérstaklega þessi með Nissan Almera.
Það eina sem gerir auglýsingar að mínu mati, það er húmorinn. Einnig eru fleiri dæmi um Helgu Brögu og ostinn. Tvíhöfða, Villlköttinn og fl. Ein þær komast ekki í halfkvisti með þessar sem ég nefndi.
Endilega komið með ykkar uppáhaldsauglýsingar og hvað ykkur finnst um þetta málefni..
Þakka fyrir lesturinn,
kveðja, sigzi